fbpx
Menu

Fréttir

18. desember 2020

Útskrift Tækni­skólans á haustönn 2020

Útskrift Tækni­skólans verður haldin með raf­rænum hætti, sunnu­daginn 20. des­ember næst­kom­andi, við hátíðlega athöfn heima í stofu.

Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube, hefst athöfnin stund­vís­lega kl. 14:00 og er áætlað að hún taki um klukku­tíma.

Prófskírteini heim að dyrum

Á meðan á athöfn­inni stendur mun starfs­fólk Tækni­skólans banka upp á hjá nem­endum á höfuðborg­arsvæðinu sem það kjósa og afhenda þeim skír­teinið ásamt tákn­rænni gjöf frá skól­anum.

Nem­endur af lands­byggðinni fá braut­skrán­ing­ar­skír­teini ásamt gjöf frá skól­anum sent með pósti.

 

Ábending til nemenda varðandi útskriftardaginn

Hér koma nokkur atriði til nem­enda er varða útskrift­ar­daginn:

  • Við hvetjum alla nemendur til þess að vera spariklædda.
  • Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem eiga útskriftarhúfur til að setja þær upp.
  • Það er ætlunin að safna skemmtilegum myndum á Instagram undir myllumerkinu #heimaútskrift og hvetjum við nemendur til að taka þátt þar.

Þessi útskrift veður ekki á þann hátt sem við hefðum helst kosið í veiru­fríu landi. En það er alveg víst að hún verður engri ann­arri útskrift sem við höfum haldið lík og við ætlum að reyna að gera hana sem eft­ir­minni­leg­asta. Þar skiptir þátt­taka ykkar miklu máli!

Sjá­umst í spari­klædd og hress á sunnu­daginn.