24. nóvember 2020
Útskrift Tækniskólans

Útskrift Tækniskólans verður haldin með rafrænum hætti, sunnudaginn 20. desember næstkomandi, við hátíðlega athöfn heima í stofu.
Viðburðinum verður streymt í gegnum Youtube og hefst athöfnin stundvíslega kl. 14:00.
Allir nemendur sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu fá brautskráningarskírteinin keyrð heim á meðan athöfn stendur.
Nemendur sem eru búsettir úti á landi fá skírteinin send með pósti en ef viðkomandi nemandi er staddur á höfuðborgarsvæðinu 20. desember er hægt að óska eftir því að fá skírteinið keyrt heim á tiltekið heimilisfang.
Nánari upplýsingar um athöfnina verða birtar síðar.