Útskrift Tækniskólans
Brautskráning Tækniskólans á vorönn 2021 fer fram í Eldborgarsal Hörpu miðvikudaginn 26. maí. Vegna gildandi sóttvarnarreglna verða tvær athafnir, sú fyrri hefst klukkan 14:00 og sú seinni mun hefjast klukkan 17:00 hver nemandi fær kost á að bjóða tveimur gestum með á athöfnina. Báðar athafnir verða sendar út í beinu streymi á Youtube síðu Tækniskólans.
Nemendur eiga að mæta 45 mín. fyrir upphaf athafnar og spariklæðnaður er skilyrði. Sæti verða merkt fyrir hvern og einn nemenda, en starfsfólk skólans verður til aðstoðar í sal, þegar nemendur mæta.
Allir nemendur og starfsmenn fá grímu frá skólanum fyrir athöfnina.
Hér að neðan má sjá hvaða skólar eru við hvora athöfn:
Fyrri útskrift – kl. 14:00
- Byggingatækniskólinn
- Raftækniskólinn
- Tæknimenntaskólinn
- Upplýsingatækniskólinn
Seinni útskrift – kl. 17:00
- Meistaraskólinn
- Skipstjórnarskólinn
- Tækniakademían
- Véltækniskólinn
- Hönnunar- og handverksskólinn
Gera má ráð fyrir að hvor athöfn taki u.þ.b. 1,5 klst.
Tölvupóstur verður sendur út á alla útskriftarnemendur, eftir hádegi föstudaginn 21. maí, með hlekk á bókunarsíðu fyrir gesti.
Ath. Í ljósi nýjustu breytinga á sóttvarnarreglum verður hverjum nemanda heimilt að bjóða tveimur gestum í útskriftina í stað eins.