22. maí 2023
Upplýsingar vegna útskriftar
Útskrift Tækniskólans á vorönn 2023 fer fram í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 26. maí. Athöfnin hefst stundvíslega kl. 13:00 og nemendur eru beðnir um að mæta klukkustund áður en athöfn hefst, nánar tiltekið klukkan 12:00 í Eldborgarsal.
Útskriftarnemendum er úthlutað sæti við athöfnina og hver skóli útskrifar eina námsbraut í einu. Frjálst sætaval er fyrir gesti, en hver og einn nemandi, hefur leyfi til að bjóða fjórum gestum með á athöfnina.
Hér eru nokkur praktísk atriði sem nemendur þurfa að vita:
- Nemendur mæta klukkan 12:00 í Eldborgarsal Hörpu
- Öðrum gestum er hleypt inn í salinn 20 mínútum fyrir athöfn
- Hámarksfjöldi gesta pr. nemanda eru 4 gestir
- Lengd athafnar eru rúmlega 2 klst.
- Snyrtilegur klæðnaður er skilyrði
Ath. Ef nemandi er að útskrifast af tveimur námsbrautum – t.d. sem stúdent og klæðskeri – þá fær viðkomandi nemandi bæði burtfararskírteini í einu við útskrift.
Hægt verður að horfa á beint streymi frá viðburðinum.