17. mars 2025
Útskriftarsýning hársnyrtinema
Útskriftarsýning hársnyrtinema
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á glæsilega útskriftarsýningu hársnyrtinema miðvikudaginn 19. mars í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin hefst kl. 20:00.
Þema ársins: Tónlist!
Nemendur hafa valið sér tónlistarmann, hljómsveit eða tónlistarstefnu sem innblástur fyrir verk sín. Á sýningunni fær hver nemandi tækifæri til að sýna hæfni sína með fjórum módelum, sem hann klippir, greiðir og litar – og þar með kynnir allt það sem hann hefur lært í náminu.
Aðgangur er ókeypis, en sætafjöldi er takmarkaður – tryggðu þér sæti tímanlega!
Sjón er sögu ríkari! Við hlökkum til að sjá ykkur!