fbpx
Menu

Fréttir

27. febrúar 2018

Útskriftarsýning í Vörðuskóla 3. mars 2018 kl. 13-15

Útskriftarsýning í Vörðuskóla 3. mars 2018 kl. 13-15

Útskriftarnemar sýna verkin sín

Útskriftarnemar í grafískri miðlun, ljósmyndun, prentun og bókbandi  í Upplýsingatækniskólanum verða með sýningu á verkum sínum í Vörðuskóla 3. mars 2018 kl. 13-15.

Með sýningunni er athygli atvinnulífsins vakin á útskriftarefnunum því nú eru nemendur í þeim sporum að finna sér starfsþjálfunarpláss og ljúka sveinsprófi.

Allir velkomnir!

Nemendur hafa boðið forsvarsmönnum og starfsmönnum fjölda fyrirtækja í iðngreininni, ásamt ættingjum sínum og vinum á sýninguna til að sjá afrakstur vetrarins og kynnast náminu.

Húsið er opið og allir eru velkomnir til að kynna sér námið og skoða frábær lokaverkefni.

Viðburðurinn á Facebook