fbpx
en
Menu
en

Fréttir

21. október 2024

Val­vika

Staðfesting á skólavist

Í val­vik­unni 21.–25. október staðfesta nem­endur í dag­skóla umsókn sína um áfram­hald­andi skóla­vist á vorönn 2025. Það er gert með því að staðfesta val í Innu og greiða álagt staðfest­ing­ar­gjald. Þá þurfa nem­endur ekki að sækja aftur form­lega um skóla­vist.

Hér má sjá nánari leiðbeiningar um áfangaval og brauta­skipi.

 

Staðfestingargjald

Staðfest­ing­ar­gjald dregst frá upphæð skóla­gjalda en áríðandi er að nem­endur sem óska eftir áfram­hald­andi skóla­vist á næst­kom­andi önn staðfesti umsóknina með því að greiða álagt staðfest­ing­ar­gjald sem er 5.000 kr. Staðfest­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt. Ef staðfest­ing­ar­gjald er ekki greitt þá þurfa nemar að sækja aftur form­lega um á vef Menntamálastofnunar.

Staðfest­ing­ar­gjaldið birtist í heima­banka forráðamanns ef nem­andi er yngri en 18 ára annars í heima­banka nem­enda.

Hægt er að greiða kröfuna í næsta banka og dugar þá að gefa þar upp kenni­tölu greiðanda og að krafan sé í Lands­bank­anum. Ef nem­andi er undir 18 ára aldri er krafan stofnuð á þann sem skráður er aðstand­andi númer eitt í Innu.

Síðasti greiðslu­dagur er 25. október.

Athugið að valvikan og staðfestingargjaldið á ekki við um nemendur sem eru á brautum í flugvirkjun, vefþróun, meistaraskóla, stafrænni hönnun, hljóðtækni eða í dreifnámi.

 

Brautarskipti

Umsókn um brauta­skipti fer einnig fram í Innu. Nem­endur sem hyggja á að skipta um braut og eða þeir sem eru að ljúka grunn­brautum og þurfa að velja sér fram­halds­braut. Nem­endur sem sækja um brauta­skipti þurfa ekki að velja áfanga en nauðsyn­legt er að greiða staðfest­ing­ar­gjaldið. Athugið að ástundun, náms­gengi og mæting gæti haft áhrif á samþykki um brauta­skipti. Síðasti dagur til að óska eftir brautarskiptum er í lok dags þann 25. október.

 

Upplýsingar og leiðbeiningar

Leiðbeiningar vegna vals – nemendur

Leiðbeiningar vegna brautaskipta – nemendur

Valvika – opið val

Námsskipulag allra brauta

Myndræn útskýring á áfangaheitum

Leiðbeiningar vegna valviku – fyrir starfsmenn

 

Vinnustaðanám/námssamningar/ferilbók

Nem­endur á náms­brautum sem inni­halda vinnustaðanám er sér­stak­lega bent á að skoða náms­skipulag braut­ar­innar og leita aðstoðar í valinu ef á þarf að halda. Mik­il­vægt er að skoða hvort það er tíma­bært á næstu önn, t.d. ef aðeins loka önn er eftir. Nem­endur sem eru komnir með samn­ingspláss eru minntir á að sækja um að skólinn geri námssamning og stofni fer­ilbók.

Sjá nánar um vinnustaðanámið hér.