fbpx
en
Menu
en

Fréttir

03. mars 2020

Valvika 9.-13. mars 2020

Valvika 9.-13. mars 2020

Valvikan 9.-13. mars 2020

Staðfesting á skólavist á næstu önn

Nem­endur sem óska eftir skóla­vist á haustönn 2020 verða að hitta umsjón­ar­kennara og yfir­fara með honum valið í  valvikunni 9.-13. mars 2020. Mik­il­vægt er að nem­endur í dagnámi velji rétta áfanga miðað við nám­skipan viðkom­andi brauta. Nem­endur geta breytt vali sínu í Innu og eru hvattir til að yfir­fara val sitt áður en þeir mæta til umsjón­ar­kennara. Bæði nem­endur og umsjón­ar­kennarar staðfesta valið í Innu. Viðtalstími umsjónarkennara er í stundatöflu nemenda.

Einnig er mik­il­vægt er að athuga að valið leiði til hnökra­lausrar náms­fram­vindu nem­andans og að fjöldi val­inna ein­inga í aðalvali sé réttur.

  • Allt að 26 kennslustundir á önn í öllu hefðbundnu verknámi
  • Allt að 30 kennslustundir á þriggja ára stúdentsbrautum eða sambærilegu námi

Brautarskipti

Nem­endur sem óska eftir braut­ar­skiptum skrá umsókn í Innu, sjá leiðbeiningar Umsókn þarf að skrá í síðasta lagi 13. mars.

Staðfestingargjald 5.000.- kr – gjalddagi er 9. mars

Staðfest­ing­ar­gjald dregst fá upphæð skóla­gjalda en áríðandi er að nem­endur sem óska eftir áfram­hald­andi skóla­vist á næst­kom­andi önn staðfesti umsóknina með því að greiða álagt staðfest­ing­ar­gjald kr. 5.000. Staðfest­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt. Ef staðfest­ing­ar­gjald er ekki greitt þá þurfa nemar að sækja aftur form­lega um í gegnum Menntamálastofnun.

Hægt er að greiða kröfuna í næsta banka og dugar þá að gefa þar upp kenni­tölu greiðanda og að krafan sé í Lands­bank­anum banka 111. Ef nem­andi er undir 18 ára aldri er krafan stofnuð á þann sem skráður er aðstand­andi númer eitt í Innu.

Tækniskólalínan – Upplýsingarit 
Námsskipulag brauta er að finna undir “Skólanámskrá – Námskipulag”
Leiðbeiningar vegna vals
Myndræn útskýring á nýjum áfangaheitum