Vefþróun – innritun hafin
Um hvað snýst námið?
Vefþróun er tilvalið nám fyrir þau sem vilja bæta við sig hagnýtri þekkingu sem nýtist í stafrænu samfélagi. Í náminu kynnast nemendur forritun og læra að hanna efni sem birtist á vefmiðlum.
Námið er skipulagt sem þriggja anna, verkefnastýrt nám, þar sem verkefnin ráða framvindu námsins. Nemendur hafa talsvert svigrúm til að stýra námshraða og aðlaga námið að eigin þörfum. Nám í vefþróun er því vel til þess fallið að vinna samhliða öðrum verkefnum. Kennslan fer fram á ensku.
Inntökuskilyrði
Til að hefja nám í vefþróun þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi. Einnig er gert ráð fyrir grunnþekkingu á tölvum og góðri enskukunnáttu.
Atvinnumöguleikar
Námið byggir á virku samstarfi við atvinnulífið. Nemendur fá reglulega heimsóknir frá reyndum hönnuðum og forriturum sem halda fyrirlestra, taka þátt í verkefnavinnu og veita nemendum endurgjöf. Meðal samstarfsaðila í fyrra voru Kolibri, Overcast, Jökulá og Metall Studio. Að loknu námi hafa nemendur yfir að ráða þekkingu og hæfni til að hasla sér völl á vinnumarkaði. Vefforritarar og viðmótshönnuðir starfa meðal annars hjá vefstofum, hugbúnaðarfyrirtækjum og í stafrænum deildum stórra og meðalstórra fyrirtækja.