fbpx
Menu

Fréttir

01. apríl 2022

Verði þinn vilji

Verði þinn vilji

Undanfarnar vikur hefur leikfélagið Desdemóna unnið hörðum höndum að uppsetningu leikverksins Verði þinn vilji, sem er byggt á kvikmyndaklassíkinni The Princess Bride. Nú er þessi þrotlausa vinna að bera ávöxt og verður verkið sýnt dagana 5. og 6. apríl í hátíðarsal Sjómannaskólans við Háteigsveg. Það dugar ekki að doka við, því miðafjöldinn er takmarkaður.

Miðasala er hafin á einu þrjár sýningarnar sem verða í boði:

5. apríl kl. 20:00
6. apríl kl. 19:00
6. apríl kl. 21:00

Miðaverð er 1500 kr.
Sæti eru ekki númeruð.