fbpx
Menu

Fréttir

03. október 2018

Verðlaun og viðurkenning á EuroSkills

Verðlaun og viðurkenning á EuroSkills

Nemandi Tækniskólans fær silfurverðlaun

Í fyrsta skipti í sögu EuroSkills kemst Íslendingur á verðlaunapall. Ásbjörn Eðvaldsson vann silfrið á Evrópukeppni iðn og verkgreina í Búdapest sem fram fór í síðustu viku. Ásbjörn er rafeindavirki frá Raftækniskólanum og keppti í rafeindavirkjun. Þetta er frábær frammistaða enda er verið að keppa við þá bestu í Evrópu. Ásbjörn fékk einnig viðurkenninguna „Best of Nations“.  Keppnin reynir ekki bara á þekkingu, fjölhæfni og hæfileika heldur sálrænt þrek og einbeitingu.

Har­ald­ur Örn Arn­ar­son prent­smiður hlaut 704 stig og varð í 6. sæti af 14 kepp­end­um og hlaut sérstaka viðurkenningu.

Haraldur Örn Arnarson lauk námi í grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum árið 2016 og lauk síðan sveinsprófi í prentsmíð árið 2017.  Um áramótin síðustu settu Helga Tómasdóttir og Svanhvít Stella Ólafsdóttir kennarar í grafískri miðlun í Upplýsingatækniskólanum niður með Haraldi og plönuðum þjálfun næstu mánuði fyrir Euroskills, geta má þess að með okkur á fyrsta fundi var Axel Fannar grafískur miðlari/prentsmiður sem keppti fyrir íslandshönd á Euroskills í Gautaborg árið 2016 og þar deildi hann sinni reynslu til Haraldar. Lokamánuðina fyrir keppni sá Þorgeir Valur Ellertsson um þjálfunina og fylgdi Haraldi á Euroskills í Búdapest.

Nemandi Tækniskólans keppti í málmsuðu.

Átta kepp­end­ur frá Íslandi tóku þátt í EuroSk­ills og auk þeirra Ásbjörns og Haraldar keppti Finn­ur Ingi Harrýs­son nemandi okkar í málmsuðu.

Tækniskólinn er stoltur af frammistöðu þessara nemenda sinna og óskar öllum keppendum á EuroSkills til hamingju með árangurinn.

Hér má lesa frétt af mbl.is um íslensku þátttakendurna.

Hér er umfjöllun um Harald Örn á facebooksíðu Grafíu. Grafía eru samtök launafólks í prentiðnaði, grafískri hönnun og tengdum miðlunargreinum.