fbpx
Menu

Fréttir

20. mars 2019

Sendum 18 lið í keppnina

Sendum 18 lið í keppnina

49 nemendur frá Tækniskólanum

Við erum með 18 lið í keppninni í ár en nemendur hafa undirbúið sig kappsamlega frá því í janúar. Mæting hefur verið einu sinni í viku tvo tíma í senn og unnið í að leysa gömul verkefni. Keppnin skiptist í þrjár deildir: Delta sem er ætlað byrjendum eða þeim sem eru rétt farnir að kynnast forritun, Beta sem er millistig og má búast við dæmum sem þarfnast flóknari útfærslu og Alpha sem er ætlað þeim sem hafa mikinn áhuga á forritun og skara fram úr. Bestu þátttakendum úr Alfa verður boðið að taka þátt í æfingabúðum með því markmiði að velja í ólympíulið Íslands í forritun.

Lið Tækniskólans:

  • 9 lið(26 nemendur) í Delta
  • 5 lið(13 nemendur) í Beta
  • 4 lið(11 nemendur) í  Alpha

Keppnin stendur laugardaginn 23. mars frá kl. 10 – 17

Hér er kynningarmyndband frá HR sem sýnir svipmyndir og viðtöl frá keppninni 2017

Allar upplýsingar um keppnina er að finna á forritun.is .