fbpx
Menu

Fréttir

09. mars 2020

Viðburðum skólans aflýst eða frestað

Viðburðum skólans aflýst eða frestað

Viðburðum frestað eða aflýst

Viðburðum, sem skipulagðir voru og halda átti á næstunni, auk viðburða sem Tækniskólinn ætlaði að taka þátt í eða halda, hefur verið aflýst í tengslum við öryggisráðstafanir við kórónaveiru COVID-19.

Eftirtaldir viðburðir hafa verið felldir niður (eða frestað) og verða ekki haldnir á næstunni:

  • Stórsýningin Verk og vit – frestað til 15. – 18. október
  • Opið hús í Tækniskólanum – aflýst
  • Skrúfudagur – frestað um óákveðinn tíma
  • LAN Tækniskólans – aflýst
  • Klúbbakvöld og aðrir viðburðir í félagslífi eru felldir niður um óákveðinn tíma.

Þá hefur stofudögum á hársnyrtibraut verið aflýst um óákveðinn tíma.

Neyðarstjórn Tækniskólans

Neyðastjórn hefur verið skipuð innan skólans, sem fundar daglega og fer yfir stöðu mála, hún skipuð Hildi Ingvarsdóttur skólameistara, Guðrúnu Randalín aðstoðarskólameistara, Björgu Jónsdóttur rekstrar- og fjármálastjóra, Gunnhild Hatlemark Öyahals gæðastjóra og Ólafi Sveini Jóhannessyni deildarstjóra markaðs- og kynningarmála. Neyðarstjórn mun funda daglega næstu daga til að ræða stöðuna hverju sinni í tengslum við COVID-19.

Tilkynning frá skólameistara.