Viðurkenningar fyrir óeigingjarnt starf í þágu skólans

Þorvaldur félagsmálafulltrúi og Silja markaðsfulltrúi skólans ásamt Jóni B. skólameistara sáu um að veita nemendum viðurkenningar
Nemendur okkar sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir hönd skólans hlutu í dag viðurkenningar í formi páskaeggja. Þessir nemendur hafa t.d. komið fram á kynningum svo sem opnu húsi, Skrúfudegi, í Gettu betur og starfað á vegum hinna ýmsu nemendafélaga að félagsmálum.











Hér er listinn yfir nemendur og störf þeirra í þágu skólans og sjá má nemendur á myndum með frétt 🙂
Vinnu við Skrúfudag sem haldin var í skólanum á Háteigsvegi:
- Jóhann Rafn Rafnsson
- Daníel Guðjónsson
- Jón Kristinn Magnússon
Þátttaka og góð frammistaða í keppnunum Gettu betur og Morfís:
- Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir
- Lillý Karen Pálsdóttir
- Davíð Snær Jónsson
- Huginn Þór Jóhannsson
- Ásþór Björnsson
- Auður Aþena Einarsdóttir
- Árni Pétur Árnason
- Kristján Sindri Kristjánsson Granz
Góð störf og kynning fyrir Nemendasamband Tækniskólans NST:
- Kormákur Atli Unnsteinsson
- Ólafur Hrafn Halldórsson
- Snædís Fríða Draupnisdóttir
- Dýrleif Birna Sveinsdóttir
- Elvar Jens Hafsteinsson
- Jens Þórarinn Jónsson
- Oddur Þór Unnsteinsson
Vinna og hönnun fyrir sýninguna Verk og vit:
- Freyja María Cabrera
Kynning á snapchatti skólans fyrri hársnyrtiiðn:
- Alma Björgvinsdóttir
- Svandís Dagmar Valgeirsdóttir
Vinna og kynningarstarf á UT-messunni
- Björk Marie Villacorta
- Viktoría Sól Birgisdóttir
- Erla Jónatansdóttir
- Aron Gauti Sigurðarson
- Unnur Eir Magnadóttir
- Gunnhildur Lind Hansdóttir
Þessum nemendum er þakkað kærlega fyrir góð störf og óeigingjarnt framlag þeirra fyrir skólann.
Aðrir nemendur fengu páskaegg fyrir þátttöku í snapchat – leik.
Nemendur áttu að taka mynd af sér með Jóni B. skólameistara sem var kominn upp á bókasafn skólans á 5 hæð hússins.
Fullt af góðum myndum bárust og margir náðu sér í páskaegg. Nokkrar myndir úr leiknum fylgja líka með fréttinni.