14. maí 2018
Vilbergur Magni skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskóla frá 1. júní

Vilbergur Magni Óskarsson hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra Skipstjórnar- og Véltækniskólanna frá 1. júní.
Vilbergur Magni hefur starfað við skólann frá því 2004 fyrst sem sviðstjóri skipstjórnar og sem skólastjóri Skipstjórnarskólans frá 2008 til 2016 og síðan þá sem fagstjóri við sama skóla. Vilbergur Magni er okkur því vel kunnugur.
Jón Hjalti Ásmundsson sem verið hefur skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólanna verður áfram við störf við skólann í öðrum verkefnum.
Við bjóðum Vilberg Magna velkominn til starfa sem skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskólanna og um leið þökkum við Jóni Hjalta fyrir vel unnin störf og bjóðum hann velkominn til nýrra starfa við skólann.