fbpx
Menu

Fréttir

07. júlí 2021

Viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans

Framtíðarhúsnæði Tækniskólans rís í Hafnarfirði

Fulltrúar Tækniskólans, stjórnvalda og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu framtíðarhúsnæðis fyrir skólann við Suðurhöfnina í Hafnarfirði.

Tækniskólinn starfar nú í níu byggingum víða um höfuðborgarsvæðið og þörf fyrir nýtt húsnæði því mjög brýn. Með nýrri skólabyggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda hans.

Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Egill Jónsson stjórnarformaður Tækniskólans, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar skrifuðu undir yfirlýsinguna í dag

Lesa má nánar um tíðindin í frétt mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem birtist á vef Stjórnarráðs Íslands fyrr í dag.