Nýsköpunarnámskeið fyrir nemendur
Nýsköpunarnámskeið
Nýttu þekkinguna á sérsviði þínu og eða úr lífinu á skapandi, skemmtilegu og hagnýtu nýsköpunarnámskeiði. Námskeiðið stendur frítt til boða fyrir alla nemendur Tækniskólans sem komnir eru af stað í námi sínu.
Á námskeiðinu lærir þú að skapa frá hugmynd í framkvæmd undir handleiðslu sérfræðinga í nýsköpunar- og frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi. Nemendur fá 1 einingu fyrir námskeiðið.
Ert þú með góða hugmynd?
Skapandi, skemmtilegt og hagnýtt námskeið:
Hægt verður að nýta hugmyndir sem verða til á námskeiðinu til að fara með lengra, t.d. í frumkvöðla- eða nýsköpunarkeppnir eða fara alla leið og þróa yfir í viðskiptahugmynd.
- Þekking á viðskiptaverkefnaferlinu (business project cycle)
- Að geta valið nýsköpun, nýstárlega hugmynd á sínu sviði
- Prófa að búa til eigin uppfinningu – lausn – hönnun
- Jákvæð viðhorf til eigin atvinnustarfsemi – sjá sem álitlegan kost
- Færni í að skapa og kynna verkefni sín
- Þekking á einkarétti og skráningarvernd hugmynda
- Þjálfa leiðtogahæfni
- Prófa að búa til fjárhagsáætlun
Nemendur geta fengið aðgang að ýmsum tækjum og tólum sem gerir þeim kleift að búa til frumgerð af hugmynd sinni. Lokaafurð getur verið í formi frumgerðar, líkans eða kynningar.
Tímasetningar og staðsetning:
- Kennsla fer fram frá kl 17-19, dagana 28. – 30. ágúst í kennslustofu á Skólavörðuholti.
- Nemendur fá stuðning við sjálfstæða vinnu í september.
- Lokakynning og uppskeruhátíð í byrjun október.
Skráning:
Skráðu þig með því að smella hérna
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Guðjónsdóttir, skólastjóri á rag@tskoli.is