fbpx
Menu

Fréttir

30. ágúst 2019

Viltu taka þátt í nýsköpunarverkefni?

Viltu taka þátt í nýsköpunarverkefni?

Nú þarf að setja saman fimm manna þverfaglegt lið

Menntamaskína er 5 eininga nýsköpunarhraðall sem Nýsköpunarmiðstöð og Fablab standa að í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Ætlunin er að setja saman 5 manna þverfaglegt lið, kostur er ef nemendur eru á 18 aldursári eða eldri.

Kynning á Nýsköpunarhraðlinum var í Framtíðarstofu Tækniskólans og smelltu hér til að sjá kynninguna.

Hafliði Ásgeirsson frá Nýsköpunarmiðstöð og fablab kom og kynnti verkefnið. Þetta er nýsköpunarkeppni framhaldsskóla. Áfanginn er 5 eininga en einnig er í boði góð verðlaun fyrir sigurliðið. Áfanginn er kenndur í samstarfi við HÍ , HR og Nýsköpunarmiðstöð sem verður mjög áhugavert. Stefnan er að liðið samanstandi af 5 þverfaglegum einstaklingum með áhuga á nýsköpun og að vinna að hugmynd frá samtali að frumgerð.

Tækniskólinn tók þátt á síðasta ári og vann lið skólans keppnina, en þá tóku þátt nemendur úr Vélskólanum, rafeindatækni, hönnunar- og nýsköpunarbraut og Margmiðlunarskólanum.

Skráðu þig – það er til mikils að vinna

Skráning/umsókn þarf að berast fyrir 3. september. Áhugasamir sendi póst á [email protected] með uppl. um nafn ,aldur og nám viðkomandi.

Nánari uppl:  https://www.mema.is/

Upplýsingar úr námskrá.is