01. apríl 2022
Vörumessa í Smáralind
Vörumessa Ungra frumkvöðla fer fram helgina 1. og 2. apríl. Fjölbreytt dagskrá og spennandi vörur sem hópar nemenda kynna og selja. Þetta eru um 124 fyrirtæki sem 600 nemendur hafa stofnað, til að vinna að viðskiptahugmynd sinni.
Nemendur í frumkvöðlafræði á Hönnunar- og nýsköpunarbraut og K2 taka þátt en um er að ræða þrjá hópa frá hvorri braut.
HNÝ hóparnir eru í Smáralindinni föstudaginn 1. apríl kl. 11–18 og hóparnir frá K2 eru stödd þar laugardaginn 2. apríl kl. 11–18.
Við hvetjum áhugasama til að mæta og kynna sér hvað fyrirtækin hafa upp á að bjóða.