fbpx
Menu

Gítarsmíði – viltu smíða rafmagnsgítar?

Á nám­skeiðinu handsmíða þátt­tak­endur raf­magns­gítar frá grunni. Hægt er að velja á milli þess að smíða Teleca­ster, Stratoca­ster, Jazz bass, P bass eða Thinline. Nám­skeiðið er metið til sjö ein­inga.

Nám­skeiðslýsing

Búk­urinn er fræstur, pússaður og sprautaður í lit að eigin vali. Gít­ar­hálsinn sagaður út og fingraborðið límt ofan á hálsinn og hann bandaður upp. Raf­kerfi sett í gít­arinn og tengt. Að lokum er strengj­unum komið fyrir og hálsinn og strengjahæð stillt.

Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

  • Leiðbeinandi

    Gunnar Örn Sigurðsson

  • Hámarksfjöldi

    9

  • Forkröfur

    Engar

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista End­ur­mennt­un­ar­skólans.

Nánari upp­lýs­ingar

 

Kennt er á mánu­dögum, þriðjudögum og fimmtu­dögum frá kl. 17:30 til 22:00.

Alls 100 klukku­tímar.

 

 

 

Leiðbein­andi er Gunnar Örn Sigurðsson gít­arsmiður. Gunnar er gít­arsmiður að mennt og lærði fagið á Íslandi, í Þýskalandi og í Svíþjóð. Margir af fremstu tón­list­ar­mönnum landsins nota gítara frá Gunnari. Hann hefur kennt gít­arsmíði hjá Tækni­skól­anum frá árinu 2000.

Námskeiðsgjald: 

Innifalið: Allt tréefni

Þátt­tak­endur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Nám­skeiðið er metið til sjö ein­inga.

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald er ekki ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Eftir nám­skeiðið er ég hæfari til að smíða mína eigin gítara og viðhalda þeim sem ég á fyrir.

Þetta var alveg frá­bært nám­skeið og Gunnar mjög fær og góður kennari

Mjög skemmti­legt og gaman að spreyta sig á verk­efninu.

Gríðarlega fræðandi námskeið um efnið (gítarsmíði).

Reyndur og góður kennari sem miðlaði vel af reynslu sinni.

 

FAQ

Spurt og svarað

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Innifalið er allt tréefni.

Þátt­tak­endur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.