Við hvetjum nemendur skólans til þess að kynna sér hönnunarsamkeppni sem Tækniskólinn stendur fyrir. Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til að meta tillögur sem berast og sigurvegarar keppninnar geta unnið 100.000- kr. fyrir bestu hönnunina. Dómnefnd áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tillögum.
Keppnin snýst um að hanna nýtt útlit fyrir matsal nemenda á Skólavörðuholti. En á veggjum matsalsins eru hljóðdempandi plötur sem eru nú skreyttar með ljósmyndum. Þátttakendur í keppninni fá það verkefni að koma með tillögur að nýju útliti fyrir þessar plötur.
Hver getur tekið þátt?
Nemendur af öllum brautum skólans hafa rétt á að taka þátt í keppninni. Einnig er leyfilegt að taka þátt sem lið.
Hvað er í verðlaun?
Veitt verða verðlaun fyrir tvö verkefni og munu báðir sigurvegarar hljóta 100.000- kr. að launum fyrir fullunna hugmynd.
Gildi skólans:
Þau sem vilja taka þátt í keppninni skulu láta vita fyrir 19. nóvember með því að senda póst á [email protected]