fbpx
Menu

Vilt þú taka þátt?

Við hvetjum nem­endur skólans til þess að kynna sér hönn­un­ar­sam­keppni sem Tækni­skólinn stendur fyrir. Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til að meta tillögur sem berast og sig­ur­veg­arar keppn­innar geta unnið 100.000- kr. fyrir bestu hönn­unina. Dómnefnd áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tillögum.

Keppnin snýst um að hanna nýtt útlit fyrir matsal nemenda á Skólavörðuholti. En á veggjum matsalsins eru hljóðdempandi plötur sem eru nú skreyttar með ljósmyndum. Þátttakendur í keppninni fá það verkefni að koma með tillögur að nýju útliti fyrir þessar plötur.

Hver getur tekið þátt?
Nemendur af öllum brautum skólans hafa rétt á að taka þátt í keppninni. Einnig er leyfilegt að taka þátt sem lið.

Hvað er í verðlaun?
Veitt verða verðlaun fyrir tvö verkefni og munu báðir sigurvegarar hljóta 100.000- kr. að launum fyrir fullunna hugmynd.

  • Hanna þarf útlit fyrir 4 plötur
  • Öll GILDI skólans verða að koma fram á minnst 3 plötum af 4
  • Hver plata er 2.40 m á lengd og 1.20 m á hæð
  • Á einni plötu skal útskýra hugmyndina á bak við hönnunina
  • Nota má tölvugrafík, ljósmyndir, málningu eða graff
  • Drög að hönnun skal skila á rafrænu formi í síðasta lagi 1. febrúar 2024
  • Sigurvegar munu taka þátt í uppsetningu á hönnun ásamt starfsfólki Tækniskólans

Gildi skólans:

  • Alúð
  • Framsækni
  • Fjölbreytileiki

Þau sem vilja taka þátt í keppninni skulu láta vita fyrir 19. nóvember með því að senda póst á [email protected]