Menu

Tækni­skólinn veitir grunn­skóla­nem­endum í 10. bekk tæki­færi til þess að velja sér áfanga á sínu áhugasviði.

Nem­endur kynnast ólíku vinnu­lagi og aðferðum í list- og verk­námi sem kynntar eru í lotu­kerfi þar sem hver nem­andi velur þrjú viðfangs­efni.

 

Skráning og tengiliður


Þátt­töku­skóli safnar saman skrán­ingum nem­enda sinna og einnig þarf að fylla út skjal sem sent er til tengiliðar í Tækni­skól­anum.

Sýnishorn að skráningarskjali (pdf)

Tengiliður í Tækni­skól­anum fyrir grunn­skólaval er Einar Sigurðsson en hann sendir skrán­ing­ar­skjal í þá skóla sem ætla að senda inn skrán­ingar. Hann gefur einnig nánari upp­lýs­ingar um grunn­skóla­valið ef þörf er á.

Upplýsingablað –  tími, staðsetning, uppbygging og viðfangsefni (pdf)

Valblað fyrir grunnskólanemendur (pdf)

 

Greinar í boði


Hönnun og nýsköpun

Hönnun, nýsköpun og verkleg þjálfun í formum og vinna með efni af ýmsum toga. 

 

Byggingagreinar

Málaraiðn

Tréiðn

Unnið er að  verk­efnum eftir eigin hug­mynd eða til­búnum teikn­ingum. Nem­endur kynnast vélum og verk­færum sem notuð eru á smíðaverkstæðum.

Pípulagnir

Kynning á hita- og vatns­lögnum húsa. Nem­endur prófa að sjóða saman pípu­lagnir, tengja eftir mis­mun­andi teg­undum efna og þrýsti­prófa.

Málaraiðn

Nem­endur kynnast spörslun og skreyti­málun.

Múraraiðn

Nem­endur kynnast fjöl­breyttum viðfangs­efnum iðngrein­ar­innar.

 

Rafiðn

Tölvu- og netkerfi

Nem­endur kynnast grunn­atriðum í raf­einda­tækni og fá að taka sundur tölvur og setja saman aftur. Kenndar eru lóðningar og ýmsir hlutar íhluta í rafrásum. Einnig verður kynning á rök­rásum, tví­tölu­kerfinu og hermi­for­ritum.

 

Málmiðn

Skoðuð er aðstaða skólans í málmsmíði og véltækni, nemendur fá að kynnast helstu verkfærum til málmsmíða og málmsuðu og fá að smíða litla hluti úr málmi.

 

Sjómennska

Nemendur kynnast aðstöðu skólans í skipstjórnar­greinum, skoða upp í turn á Sjómannaskólahúsinu, sjá radar og GPS, fá að bæta net og læra að binda hnúta, og prófa að sigla stórum skipum um öll heimsins höf í risastórum skipstjórnarhermi.

 

Upplýsingatækni

Forritun og vefsmíði

Nem­endur læra und­irstöðuatriði for­rit­unar og búa til ein­falda vefsíðu.

Ljósmyndun og myndvinnsla

Nem­endur læra að beita myndavél með því að taka myndir við marg­vís­legar aðstæður og farið verður í grunn­atriði í sta­f­rænni mynd­vinnslu.

 

Fataiðn

Föt og fylgihlutir

Nemendur fá að kynnast námi og aðstöðu á fataiðnbraut, vinna verkefni úr ýmsum efnum og sjá hvernig hugmynd verður að flík.

 

Hársnyrtiiðn

Ertu klár í hár?

Nemendur fræðast um hár og hárumhirðu. Fléttaður er saman fróðleikur og verklegar æfingar, farið í heimsóknir og möguleikar hársnyrtifagsins skoðaðir.