Framtíðarstofan er hönnunar- og hátækniverkstæði (makerspace), staðsett í aðalbyggingu Tækniskólans á Skólavörðuholti. Nemendur skólans og aðrir áhugasamir geta komið og gert hugmyndir sínar að veruleika.
Komdu í heimsókn, kíktu inn og byrjaðu að skapa.
Þú finnur okkur á hæðinni fyrir ofan aðalskrifstofuna á Skólavörðuholti (sem er þriðja hæðin í húsinu) og í Hafnarfirði á bókasafninu á annarri hæð.
Panta þarf tíma í stofurnar: hljóðstúdíó, myndver, 3D vinnslu, votrými o.fl.
Hægt er að fá lánuð tæki og tól; saumavélar, prentarar, 3D prentara, skurðvélar, myndavél, upptökutæki o.fl.
Bókaðu tíma í tölvupósti til Eðvars Arnórs tæknileiðtoga Framtíðarstofu í [email protected]
Mánudaga | kl. 10:00 til 16:00 |
Þriðjudaga | kl. 08:00 til 16:00 |
Miðvikudaga | kl. 08:00 til 16:00 |
Fimmtudaga | kl. 08:00 til 16:00 |
Föstudaga | kl. 08:00 til 16:00 |
Framtíðarstofan er fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.
Starfsmenn stofunnar eru alltaf tilbúnir að aðstoða – hafðu samband við okkur:
Eðvarð Arnór Sigurðsson
Hulda Orradóttir
Ingi Björn Ingason
Svanhvít Sif Th. Sigurðardóttir
Já allir nemendur og starfsmenn eru velkomnir í heimsókn. Ef þú vilt nýta aðstöðuna eða einhver tæki þá þarf að panta það.
Það er ekki komin gjaldskrá en sennilegar verður einhver efniskostnaður þegar lengra líður.