Menu

Innsýn í námið

Styttri námstími

Þú færð í náminu und­ir­búning fyrir fagnám í rafiðngreinum. Þetta er fornám fyrir raf­virkjun og raf­einda­virkjun.

Á hraðferð er grunn­námið tekið á þremur önnum í stað fjög­urra og því mögu­legt fyrir nem­endur að klára skóla­hluta raf­virkj­a­námsins á fimm önnum sé samn­ingsleiðin farin.

Samn­ingsleið raf­virkj­unar styttist úr sex önnum í fimm.

Braut­ar­lýsing

GR20H - hraðferð

Markmið grunn­náms rafiðna er að und­irbúa nem­endur fyrir fagnám í rafiðngreinum. Grunnnám rafiðna er því fornám fyrir raf­virkjun, raf­véla­virkjun, raf­veitu­virkjun og raf­einda­virkjun. Námið er tekur að jafnaði fjórar annir og er skil­greint sem loka­próf á öðru þrepi en hægt er að ljúka braut­inni á þremur önnum ef nem­andi hefur lokið almennu námi brautar, sjá nánar í náms­skipu­lagi. Að loknu námi á nem­andinn að vera fær um að takast á við kröfur í fram­halds­greinum og hafa góða und­irstöðuþekk­ingu á hug­tökum og verklagi sem til þarf.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Umsækj­andi þarf að lág­marki að hafa lokið öllum áföngum sem til­heyra almennu bók­námi grunn­náms rafiðna en það er 1 áfangi á 2. þrepi í íslensku, ensku og stærðfræði plús menn­ing­ar­læsi, lífs­leikni, skyndi­hjálp og íþróttir en einnig 10 ein­ingar þess utan í vali.

Að loknu námi

Að loknu námi eiga nem­endur að vera færir um að takast á við kröfur í fram­halds­greinum og hafa góða und­irstöðuþekk­ingu á hug­tökum og verklagi sem þarf.

Að grunn­náminu loknu geta nem­endur valið milli þess að halda áfram í raf­virkjun eða raf­einda­virkjun.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.
Þess má geta að sú stefna hefur verið tekin upp hjá Fræðslu­skrif­stofu rafiðnaðarins að allt náms­efni í rafiðngreinum verði ókeypis nem­endum. Þetta er langt komið og sára­fáar bækur sem nem­endur þurfa að kaupa til námsins.
Náms­efni er að finna á rafbok.is.

Hvenær hefst kennsla?

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í grunn­námi rafiðna fer fram á Skólavörðuholti og í Hafnarfirði.
Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfanga­heitnu í stunda­töflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafn­ar­fjörð.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Er mætingarskylda?

Já,  nánari reglur um skóla­sókn er að finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Í Raf­tækni­skól­anum er starf­andi skóla­félag sem hefur það hlut­verk að tengja stjórn­endur skólans við nem­endur og koma með athuga­semdir og óskir um hluti sem betur mega fara. Jafn­framt er skóla­fé­lagið tengiliður stjórn­enda við nem­endur. Full­trúi skóla­fé­lagsins situr fundi með stjórn­endum reglu­lega sem og fagráði skólans.
Skóla­fé­lagið skipar nefndir til að sjá um félagslíf innan skólans og uppá­komur.
Nem­endur sjá sjálfir um að móta, þróa og byggja upp félags­starf. Saman mynda skóla­félög innan Tækni­skólans Nemendasamband Tækniskólans NST.
Raftækniskólinn er með spjallsíðu (hóp) á Facebook.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!