Menu

Innsýn í námið

Nám þar sem hugmyndaauðgi og handlagni fá að njóta sín.

Gull- og silf­ursmíðabrautin er eina brautin á Íslandi sem und­irbýr nem­endur fyrir sveins­próf í gull- og silf­ursmíði. Meðalnáms­tími er fjögur ár, sam­tals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun.
Til að ljúka námi þarf að gera samning um starfsnám hjá meistara. Náminu lýkur þá með sveins­prófi sem veitir rétt til starfa í iðninni og til inn­göngu í nám til iðnmeist­ara­prófs.

Braut­ar­lýsing

GS18 - Gull- og silfursmíði

Gull- og silf­ursmíði er lög­gilt iðngrein. Nám í gull- og silf­ursmíði er skipu­lagt með hliðsjón af loka­markmiðum sem end­ur­spegla kröfur um þekk­ingu, leikni og hæfni iðnsveina í grein­inni. Gull- og silf­ursmiður smíðar, hannar, þróar og annast gerð skart­gripa, list­muna og nytja­hluta úr gulli, silfri og öðrum málmum, allt frá fyrstu hug­mynd til full­bú­innar vöru. Hann vinnur með eðalsteina og aðra steina sem eru notaðir í skart­gripagerð. Gull- og silf­ursmiður starfar á verkstæði, sinnir þjón­ustu og ráðgjöf við viðskipta­vini ásamt sölu og markaðsmálum.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Nýir nem­endur eru teknir inn að hausti og sta­f­rænar umsóknir á gull- og silf­ursmíðabraut þurfa að berast fyrir lok maí en inn­töku­nefnd er að störfum í júní.

Umsækj­endur þurfa jafn­framt að skila inn kynn­ing­ar­möppu á aðalskrif­stofu skólans, að hámarks­stærð A3, fyrir 31. maí, eða senda raf­rænt á sbo@tskoli.is.

Horft er til frammistöðu og ástund­unar í fyrra námi og þess und­ir­bún­ings er tengist list-, verk- eða hönn­un­ar­greinum sem umsækj­andi hefur aflað sér. Gott er því að setja í kynn­ing­ar­möppu fer­il­skrá um nám eða störf er tengjast list­sköpun eða verk­færni ásamt myndum og texta um verk sín, auk kynn­ing­ar­bréfs.

Átta nem­endur eru teknir inn hverju sinni.

Að loknu námi

Námið nýtist vel bæði sem und­ir­bún­ingur fyrir frekara nám á háskóla­stigi eða sem full­gild menntun í lög­gildri iðngrein.

Náminu lýkur með burt­farar­prófi frá skól­anum sem veitir rétt til að þreyta sveins­próf en það gefur rétt­indi til að starfa sem gull og silf­ursmiður auk inn­göngu í nám til iðnmeist­ara­prófs.

Verk­efni nem­enda

Gull- og silfursmíðanemi í Amsterdam

Starfsnám á Erasmus+ styrk í Hollandi

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan á Gull- og silf­urmíðabraut fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Já, nem­endur fá inn­kaupal­ista afhentan við upphaf náms.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sótt er um raf­rænt í gegnum Innu. Nýir nem­endur eru teknir inn á haustin en sótt er um á vorönn. Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!