fbpx
Menu

Innsýn í námið

Jarðvirkjun er nýtt starfs­heiti yfir þá sem vinna hjá jarðverk­tökum við m.a. land­mótun, uppgröft, efn­is­flutning, jarðlagna­vinnu, und­ir­búning vega, yfirborðsfrá­gang og sam­bærileg verk. Þetta er heild­stætt nám fyrir þá sem hyggjast vinna í þessum starfs­greinum og fyrir þá sem nú þegar eru starf­andi.

Námið veitir innsýn í verk­ferla, tækni og atvinnulíf fyr­ir­tækja í þessari starfs­grein. Í náminu er farið í hagnýt verk­efni, bæði bókleg og verkleg, sem eru að miklu leyti ein­stak­lingsmiðuð og eru í takti við þarfir atvinnu­lífsins.

Í náminu er lögð mikil áhersla á nýj­ustu tækni og er talsverð verkleg kennsla í náminu. Kennt er á full­komna herma í húsnæði Tækni­skólans í Hafnarfirði en frekari starfsþjálfun fer svo fram í sam­vinnu við jarðvinnu­verk­taka.

Við kennslu nýtur skólinn aðstoðar sérfræðinga sem koma víðs vegar að úr atvinnu­lífinu og aðstoða þeir einnig við þróun og upp­bygg­ingu námsins.

Brautarlýsing

TH-JV21 Jarðvirkjun

Nám í jarðvirkjun veitir aðgang að fjölbreyttum störfum í mannvirkjagerð, undirbúningi, skipulagningu, jarðmótun, mokstri, flutningi, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi. Í náminu öðlast nemendur vinnuvélaréttindi, réttindi í merkingu vinnusvæða auk skyndihjálparskírteinis. Eingöngu er tekið inn í námið á haustönn.

Almennar upplýsingar

Inntökuskilyrði

Inn­ritun er einungis á haustönn. Nem­endur geta komið beint úr grunn­skóla og allir þeir sem eru yngri en 18 ára eru í almennum grunni ásamt fagnámi.

Í grunni eru m.a. íslenska, stærðfræði, enska, lífsleikni og íþróttir. Í boði er að velja ýmsa fagáfanga með, s.s. í málm-, raf- eða vél­tækni.  Þá stendur nemendum til boða að bæta við sig meira almennu námi og ljúka að lokum stúdentsprófi af fagbraut jarðvirkjunar.

Að loknu námi

Nám í jarðvirkjun veitir aðgang að fjöl­breyttum störfum í mann­virkjagerð, und­ir­bún­ingi, skipu­lagn­ingu, jarðmótun, flutn­ingi, lagna­vinnu og yfirborðsfrá­gangi.

Í náminu öðlast nem­endur vinnu­véla­rétt­indi, rétt­indi í merk­ingu vinnusvæða auk skyndi­hjálp­ar­skír­teinis.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld Véltækniskólans í gjaldskrá Tækniskólans.

Eru efnisgjöld?

Nei, efnisgjöld eru innifalin í skólagjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram? Er fjarnám í boði?

Höfuðstöðvar námsins eru í Tækni­skól­anum á Flata­hrauni í Hafnarfirði þar sem bókleg kennsla og hluti verklegrar kennslu fer fram. Seinna með er stefnt á að hægt verði að taka hluta bók­lega námsins í fjar­námi.

Hvað er metið inn í námið?

Þegar nemendur eru samþykktir í námið er farið yfir námsferilinn þeirra og starfsferil, ef því er að skipta, með það að markmiði að meta alla þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Markmiðið er að nemendur læri eitthvað nýtt á hverjum degi og bæti við þá menntun og reynslu sem þeir hafa aflað sér fram til þessa.

Er jarðvirkjun iðnnám?

Já, jarðvirkjun er iðnnám, en þetta er ekki löggilt iðngrein. Um námið eða hæfni eru því ekki til hæfnikröfur starfa. Uppsetning og innihald námsins er gerð í nánu samstarfi við fulltrúa atvinnulífsins og námi lýkur með burtfararskírteini frá skólanum.

Gefur námið einingar í framhaldsskóla?

Já, námið er eins og hvert annað nám á framhaldsskólastigi. Nemendur ættu að geta fengið almennan hluta þess (eins og íslensku, stærðfræði og lífsleikni) metnar til eininga í þessum greinum. Stór hluti námsins er hins vegar fagnám í jarðvinnu og meðferð vinnuvéla sem ekki er í boði í öðrum skólum en má væntanlega í einhverjum tilvikum meta inn sem valeiningar á framhaldsskólabrautum.

Þarf að taka allt námið í einni lotu?

Nei, markmiðið er að bjóða upp á sveigjanlegt námsform sem gæti hentað með vinnu. Fyrir yngri hópinn er náminu stillt upp sem samfelldum pakka en eldri nemendur (18+) eiga að hafa tækifæri til að taka hæfilegt nám með vinnu eða einstök námskeið.

Eru vinnuvélaréttindi metin inn í námið?

Já, reynt er að meta allt fyrra nám og reynslu á móti þeim áföngum sem kenndir eru í jarðvirkjun.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!