Menu

Innsýn í námið

Jarðvirkjun er nýtt starfs­heiti yfir þá sem vinna hjá jarðverk­tökum við m.a. land­mótun, uppgröft, efn­is­flutning, jarðlagna­vinnu, und­ir­búning vega, yfirborðsfrá­gang og sam­bærileg verk. Þetta er heild­stætt nám fyrir þá sem hyggjast vinna í þessum starfs­greinum og fyrir þá sem nú þegar eru starf­andi.

Námið veitir innsýn í verk­ferla, tækni og atvinnulíf fyr­ir­tækja í þessari starfs­grein. Í náminu er farið í hagnýt verk­efni, bæði bókleg og verkleg, sem eru að miklu leyti ein­stak­lingsmiðuð og eru í takti við þarfir atvinnu­lífsins.

Í náminu er lögð mikil áhersla á nýj­ustu tækni og er talsverð verkleg kennsla í náminu. Kennt er á full­komna herma í húsnæði Tækni­skólans í Hafnarfirði en frekari starfsþjálfun fer svo fram í sam­vinnu við jarðvinnu­verk­taka.

Við kennslu nýtur skólinn aðstoðar sérfræðinga sem koma víðs vegar að úr atvinnu­lífinu og aðstoða þeir einnig við þróun og upp­bygg­ingu námsins.

Braut­ar­lýsing

TH-JV21 Jarðvirkjun

Nám í jarðvirkjun veitir aðgang að fjöl­breyttum störfum í mann­virkjagerð, und­ir­bún­ingi, skipu­lagn­ingu, jarðmótun, mokstri, flutn­ingi, lagna­vinnu og yfirborðsfrá­gangi. Í náminu öðlast nem­endur vinnu­véla­rétt­indi, rétt­indi í merk­ingu vinnusvæða auk skyndi­hjálp­ar­skír­teinis. Ein­göngu er tekið inn í námið á haustönn.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Inn­ritun er ein­ungis á haustönn. Nem­endur geta komið beint úr grunn­skóla og allir þeir sem eru yngri en 18 ára eru í almennum grunni ásamt fagnámi.

Í grunni eru m.a. íslenska, stærðfræði, enska, lífs­leikni og íþróttir. Í boði er að velja ýmsa fagáfanga með, s.s. í málm-, raf- eða vél­tækni.  Þá stendur nem­endum til boða að bæta við sig meira almennu námi og ljúka að lokum stúd­ents­prófi af fag­braut jarðvirkj­unar.

Að loknu námi

Nám í jarðvirkjun veitir aðgang að fjöl­breyttum störfum í mann­virkjagerð, und­ir­bún­ingi, skipu­lagn­ingu, jarðmótun, flutn­ingi, lagna­vinnu og yfirborðsfrá­gangi.

Í náminu öðlast nem­endur vinnu­véla­rétt­indi, rétt­indi í merk­ingu vinnusvæða auk skyndi­hjálp­ar­skír­teinis.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld Vél­tækni­skólans í gjaldskrá Tækniskólans.

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram? Er fjarnám í boði?

Höfuðstöðvar námsins eru í Tækni­skól­anum á Flata­hrauni í Hafnarfirði þar sem bókleg kennsla og hluti verk­legrar kennslu fer fram. Seinna með er stefnt á að hægt verði að taka hluta bók­lega námsins í fjar­námi.

Hvað er metið inn í námið?

Þegar nem­endur eru samþykktir í námið er farið yfir náms­fer­ilinn þeirra og starfs­feril, ef því er að skipta, með það að markmiði að meta alla þekk­ingu, leikni og hæfni nem­enda. Markmiðið er að nem­endur læri eitthvað nýtt á hverjum degi og bæti við þá menntun og reynslu sem þeir hafa aflað sér fram til þessa.

Er jarðvirkjun iðnnám?

Já, jarðvirkjun er iðnnám, en þetta er ekki lög­gilt iðngrein. Um námið eða hæfni eru því ekki til hæfni­kröfur starfa. Upp­setning og inni­hald námsins er gerð í nánu sam­starfi við full­trúa atvinnu­lífsins og námi lýkur með burt­far­ar­skír­teini frá skól­anum.

Gefur námið einingar í framhaldsskóla?

Já, námið er eins og hvert annað nám á fram­halds­skóla­stigi. Nem­endur ættu að geta fengið almennan hluta þess (eins og íslensku, stærðfræði og lífs­leikni) metnar til ein­inga í þessum greinum. Stór hluti námsins er hins vegar fagnám í jarðvinnu og meðferð vinnu­véla sem ekki er í boði í öðrum skólum en má vænt­an­lega í ein­hverjum til­vikum meta inn sem valein­ingar á fram­halds­skóla­brautum.

Þarf að taka allt námið í einni lotu?

Nei, markmiðið er að bjóða upp á sveigj­an­legt náms­form sem gæti hentað með vinnu. Fyrir yngri hópinn er náminu stillt upp sem sam­felldum pakka en eldri nem­endur (18+) eiga að hafa tæki­færi til að taka hæfi­legt nám með vinnu eða ein­stök nám­skeið.

Eru vinnuvélaréttindi metin inn í námið?

Já, reynt er að meta allt fyrra nám og reynslu á móti þeim áföngum sem kenndir eru í jarðvirkjun.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!