fbpx
Menu

Innsýn í námið

Mál­arar starfa á mörgum og ólíkum starfstöðvum inn­an­húss og utan. Þetta nám býður upp á fjöl­breytta vinnu, útrás fyrir sköp­un­ar­hæfi­leika og mikil mannleg sam­skipti. Í náminu færðu að  takast á við alla algenga verkþætti iðngrein­ar­innar, allt frá mati á ástandi flatar og þar til æski­legri loka­áferð er náð.

Eftir nám í mál­araiðn hefur þú aflað þér sér­tækrar þekk­ingar á sviðum grein­ar­innar ásamt því að hafa öðlast leikni í aðferðum og verklagi á þessu sérsviði.

Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.

Braut­ar­lýsing

MÁ20 Málaraiðn - verkefnastýrt nám

Með nýju fyr­ir­komu­lagi í verk­efn­a­stýrðu námi má nú stunda nám í mál­araiðn á for­sendum nem­andans. Verk­efn­a­stýrt nám byggir á því að nem­andi leysir verk­efni á sínum hraða. Þar er áhersla lögð á að nem­andi nái að sýna fram á getu sína sam­kvæmt hæfniviðmiðum námsins en ekki að hann sitji hefðbundna áfanga. Náms­tíminn er háður aðstæðum hvers nem­anda. Nem­endur sem hafa farið í raun­færnimat og/​eða lokið áföngum í eldra kerfi fá það til stytt­ingar og nem­endur sem hafa reynslu á vinnu­markaði geta fengið verk­efni metin á móti.

Námsskipulag í málaraiðn

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Inn­töku­skilyrði er grunnnám bygginga‐ og mannvirkjagreina. Þegar nem­andinn er búin með það nám getur hann sótt um nám í mál­araiðn. Umsækj­endur eldri en 20 ára eða með stúd­ents­próf geta inn­ritað sig beint á brautina.

 

Námsframvinda

Mál­araiðn er lög­gilt iðngrein. Meðalnáms­tími er fjögur ár að meðtöldu grunn­námi bygg­inga- og mann­virkja­greina, sam­tals fjórar annir í skóla og  vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 96 vikur.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

Að loknu námi

Próf­skír­teini af fag­braut ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í mál­araiðn fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nem­endur sem hefja nám í bygg­inga- og mann­virkja­greinum verða að koma með eigin örygg­is­skófatnað, hlífðargler­augu og heyrna­hlífar sem þeir skulu ávallt nota í verk­legri aðstöðu Bygg­inga­tækni­skólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!