Menu

Námsbraut

Meistaranám til iðnmeistara

Meistaraskólinn býður nám fyrir nemendur sem lokið hafa sveinsprófi í löggiltum iðngreinum.

Þetta er öflugt nám í stjórnunar- og rekstrargreinum sem miðar að því að gera iðnmeistara hæfa til að sjá um kennslu nýliða og reka eigið fyrirtæki.

Kennsluform: Nám með vinnu
Lengd náms: 4 annir

Innsýn í námið

Kennsla í Meistaraskólanum fer fram í dreifnámi, þ.e. fjarnámi með staðlotum.
Staðlotur eru kenndar í húsnæði Tækniskólans á Háteigsvegi (áður Sjómannaskólinn).
Námið er skilgreint sem viðbótarnám við framhaldsskóla á fjórða hæfniþrepi laga nr. 92 frá 2008.

Námið er verkefnastýrt.

Unnið er með raunveruleg verkefni sem tengjast og mynda sem mest eina heild. Skapa þarf sterka tengingu milli fræðilegs hluta námsins og verklega. Hver nem­andi lýkur ákveðnum fjölda verk­efna, bæði ein­stak­lings­verk­efnum og sam­vinnu­verk­efnum. Nem­andi tengir eigin reynslu við verk­efni og vinnur út frá eigin fyr­ir­tæki/​verk­efni, raun­veru­legu eða tilbúnu.

Almennar upplýsingar

Að loknu námi

Markmið námsins er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði. Eftir nám getur meistari ráðið til sín sveina í greininni og rekið eigið fyrirtæki.

Iðnmeistarar vinna sem verktakar eða framleiðendur og gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan fyrirtækis.

 

Brautarlýsing

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrði í iðnmeistaranám er fullgilt sveinspróf.

Athugið að umsækjendur skulu hafa almenna þekkingu í Word og Excel og æskilegt er að umsækjendur í byggingagreinum geti nýtt sér teikniforritið AutoCAD.

 

Skipulag náms

Þann 23. október verður opnað fyrir innritun á vorönn 2019. Staðlotur vorannar verða eins og segir hér að neðan. Undir flipanum áfangaskipulag má síðan finna skjal sem tilgreinir hvaða fög tilheyra 1. önn, 2. önn og B-hluta.

Fyrri helmingur A-hluta 1. önn:

Seinni helmingur A-hluta 2. önn: 

B-hluti 3. -4. önn

 

Náminu er skipt upp í tvo hluta, A og B.

Báðir hlutar námsins stuðla að því að nemandinn hanni fyrirtæki á eigin fagsviði og skjalfesti í gæðahandbók samkvæmt leiðsögn ISO 9001.
Í A hluta eru grunnáfangar í rekstri, stjórnun, stofnun og stefnumótun fyrirtækis, mannauðsmálum, kennslu og leiðsögn, verkefnastjórnun til lausnar vandamála og umbótastarfs ásamt almennum vinnuverndarmálum og almennri lögfræði.
Í B hluta er tilboðsgerð, vöruþróun, öryggis- og umhverfismál ásamt eftirliti í formi gæðastýringar. Einnig er þar fagtengt nám greinarinnar (en sá hluti er enn í vnnslu en verður klár í haust).

Ný námskrá var sett fyrir námið í Meistraskólanum sem hefur verið í gildi frá og með hausti 2016.

Námskráin  – tengill

 

Hér er að finna leiðbeinandi skjal um skiptingu námsins/áfanga á annir.

 

 

Umsagnir

Skoða skólalífið

Ég mæli með þessu námi fyrir alla.

"Frábært og mjög faglegt nám sem hefur nýst mér rosalega vel", segir Magnús múrarameistari sem útskrifaðist í vor og annar ekki eftirspurn eftir vinnu.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um námið?

Sótt er um nám í Meistaraskólanum í gegnum Innu.   Umsóknarhnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvað er ráðlagt að taka marga áfanga á önn?

Ráðlagt er og flestir eru að fara eftir þessu skjali með leiðbeinandi skiptingu á annir  því staðlotur eru skipulagðar miðað við hana.

Hvað er nám til iðnmeistara langt?

Meðalnámstími er þrjár til fjórar annir. 

Náminu er skipt upp í tvo hluta, A og B. Báðir hlutar námsins stuðla að því að nemandinn hanni fyrirtæki á eigin fagsviði og skjalfesti í gæðahandbók samkvæmt leiðsögn ISO 9001.

Hvernig fæ ég meistarabréfið?

Eftir útskrift úr Meistaraskólanum  þarf að sækja um meistarabréfið hjá sýslumanni: Umsókn um meistarabréf.

Sækja þarf um löggildingu hjá Mannvirkjastofnun: ​Löggildingar hönnuða og iðnmeistara.

Er námið lánshæft hjá LÍN?

Á síðu LÍN – Lánasjóðs íslenskra námsmanna – sjá lista neðst á síðunni – eru upplýsingar um lánshæft nám að uppfylltum kröfum lánasjóðsins.

Er hægt að taka þetta í fjarnámi?

Meistaranámið er kennt sem nám með vinnu þ.e. fjarnám með tveim staðlotum á önn sem skyldumæting er í.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!