Menu

Innsýn í námið

Dreifnám – nám með vinnu eða dagskóla

Dreifnám er nám utan dag­skóla sem sam­einar kosti fjar- og kvöld­náms. Áfangi getur verið kenndur að öllu leyti í fjar­námi, að öllu leyti í staðbundnu námi eða að hluta í fjar­námi og hluta í staðbundnum lotum.

Í dreif­námi eru í boði nær allir fagáfangar skip­stjórn­ar­námsins (og afgang­urinn sem nám­skeið). Almenna námið á skip­stjórn­ar­brautum (raun­greinar, íslensku og tungumál) má taka í fjar­námi í öðrum skólum og fá metið. Hér má sjá nánari upplýsingar um mat á fyrra námi.

Opið er fyrir umsóknir í dreifnám báðar annir.

 

Skilyrði og dreif­námsleiðir

Inntökuskilyrði

Um skilyrði til inn­rit­unar á náms­brautir skip­stjórn­ar­náms gilda sömu skilyrði og við inn­ritun í skipstjórnarnám B og C og síðar skipstjórnarnám D (sjá þó önnur skilyrði fyrir skipstjórnarnám A).

Í dreif­námi hefur þú heimild til að sækja um einn eða fleiri áfanga, allt að 30 ein­ingum sem telst fullt nám. Umsóknir eru samþykktar svo fremi sem ofan­greind inn­töku­skilyrði eru upp­fyllt og reglur um und­an­fara ein­stakra áfanga (for­kröfur). Sjá nánari leiðbeiningar um umsóknarferlið fyrir dreifnám.

Að jafnaði er um helm­ingur áfanga kenndur á hvorri önn (haustönn og vorönn) þannig að áfangar eru í boði annað hvort á haustönn eða vorönn. Þar sem oft verður að taka áfanga í ákveðinni röð (for­kröfur) er áríðandi að skipu­leggja námið með til­liti til þess. Sótt er um á hverri önn og fá nem­endur sem skráðir eru í dreifnám for­gang í inn­ritun í hópa á næstu önn.

Ef þú hefur annað nám eða starfs­reynslu að baki þá má vera að hægt sé að meta eitthvað af því og stytta þannig námið sem framundan er. Hér má sjá nánari upplýsingar um mat á fyrra námi.

 

Dreifnámsleiðir

A-réttindi er tveggja anna fullt nám (haust-vor) en 3-4 fjög­urra anna nám í dreif­námi. Námið er hugsað fyrir þá sem vantar ein­göngu þessi rétt­indi. Sjá nánar um inn­töku­skilyrði á náms­braut, og til­lögur um 4 anna nám til A-réttinda með vinnu. Þetta eru ein­göngu fagáfangar skip­stjórnar (engir almennir áfangar).

B-réttindi er fjög­urra anna fullt nám og má reikna með að það geti verið 6-8 annir með vinnu. Það er fyrir þá sem eru að byrja í rétt­inda­námi og ætla sér jafnvel í full rétt­indi, sjá námsskipulag. Hér blandast inn almennir áfangar sem áríðandi er að nem­endur taki samhliða (oft hafa nem­endur þó lokið almennu námi).

C-réttindi eru 3 annir í fullu námi ofan á B-rétt­indin. Það er blanda af fagáföngum skip­stjórnar og almennu námi. Heimilt er að velja áfanga sem til­heyra C-rétt­indum á sama tíma og áfanga sem til­heyra B-rétt­indum svo fremi sem for­kröfur eru upp­fylltar. Sjá námsskipulag.

D-réttindi er 1 önn í fullu námi ofan á C-rétt­indin, áfangar eru kenndir á vorönn. Hún er tekin að loknu námi til C-rétt­inda (eða því sem næst). Sjá námsskipulag.

Um námið og umsóknir

Í staðlotum er verk­legur hluti námsins kenndur og um leið fer gjarnan fram námsmat þannig að þá er skyldu­mæting. Kennsla í staðlotum fer fram í Sjó­manna­skól­anum Háteigs­vegi.

Mik­il­vægt er fyrir nem­endur, sem vinna þannig vinnu með námi að þeir komast ekki í staðlotur hvenær sem er, að kynna sér vel dag­setn­ingar og velja áfanga­hópa sem hafa lotur á þeim dögum sem þeir komast frá.

Skoða lotuplan á vorönn 2025.

Opið er fyrir umsóknir í dreifnám seinnipart sér­hverrar annar og er þá sótt um nám fyrir næstu önn á eftir. Aug­lýst er hér á vef skólans hvenær opnað er fyrir umsóknir. Athugið að fjöldi umsókna í ein­staka áfanga ræður því hvort þeir fari af stað.

Bók­legur hluti námsins fer fram á kennsluvef skólans (INNU) en verk­legur hluti þess í staðbundnum námslotum (staðlotum).

Á kennsluvef koma fram námsáætlanir og er les­efnið í mörgum til­vikum aðgengi­legt eða til­vísun til þess (bóka og raf­bóka), fyr­ir­lestrar eru gjarnan birtir og kennslu­mynd­skeið eru í mörgum til­vikum notuð. Lögð eru fyrir verk­efni og próf á kennslu­vefnum.

Námsmat er fjöl­breytt og er stöðugt verið að leggja mat á þekk­ingu nem­andans á meðan á námi stendur með verk­efnum og prófum.

Nem­endur eru hvattir til að fylgjast vel með skila­dag­setn­ingum verk­efna og prófa.

FAQ

Spurt og svarað

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Hvað kostar nám í skipstjórn?

Fyrir dagnámið er greitt fast gjald fyrir eina önn í einu, sjá gjaldskrá Tækni­skólans. Fyrir áfanga í dreif­námi er greitt ein­inga­gjald fyrir sér­hvern áfanga og eitt skrán­ing­ar­gjald á umsókn.

Er nám úr öðrum skólum metið, t.d. áfangar eða stúdentspróf?

Já, almennir fram­halds­skóla­áfangar eru almennt metnir og ein­hverjum til­vikum nám úr háskólum og sér­skólum sem tengjast fagáföngum námsins (fagáfangar). Sjá nánar hér.

Er hægt að fá áfanga metna í raunfærnimati?

Já, þeir sem hafa náð 23 ára aldri og hafa 3 ára starfs­reynslu í faginu geta sótt um að fara í raun­færnimat, en það nær fyrst og fremst til fyrstu áfanga (kenndir á A, B og mögu­lega C stigi). Sjá nánar hér.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!