Menu

Innsýn í námið

Sérnám

Brautin er kennd á Skólavörðuholtinu og stunda sex nem­endur nám á braut­inni hverju sinni. Námið er fjögur ár eða átta annir.

Námið er ein­stak­lingsmiðað og er sniðið að þörfum hvers og eins nem­anda.

Lögð er áhersla á að efla sjálfstæði nem­enda og virkni. Þeir eru efldir til að taka þátt í skóla­sam­fé­laginu. Nærsam­fé­lagið er kynnt fyrir þeim og nýir mögu­leikar sem það hefur upp á að bjóða.

Fjöl­breyttar náms­greinar eru kenndar innan braut­ar­innar og eru þær mis­mun­andi eftir hverjum og einum nem­anda.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Brautin er ætluð fötluðum nem­endum með miklar og flóknar þjón­ustuþarfir. Sér­stak­lega er horft til nem­enda með flókna ein­hverfu, sem eru viðkvæmir fyrir áreiti umhverf­isins og þurfa mikla aðstoð í tengslum við hegðun. Þjón­ustu­stig braut­ar­innar er mjög hátt þar sem þarfir nem­end­anna eru víðtækar og flokkast sem sérnám eða númer 4+ sam­kvæmt skil­grein­ingu mennta­málaráðuneytis.

Sótt er um brautina í gegnum vef menntamálastofnunar og er inn­rit­un­ar­tímabil í febrúar ár hvert. Æskilegt er að grein­argóðar upp­lýs­ingar um námsstöðu og þjón­ustuþarfir umsækj­enda fylgi með.

 

Að loknu námi

Námslok starfs­brautar sér­náms eru eftir fjög­urra ára nám og markmiðið er að auka lífsgæði nem­end­anna og auka hæfni þeirra til þátt­töku í vernduðum búsetu- og atvinnu­úrræðum með félags­legum stuðningi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvar sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækniskólans.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali hér á vefnum.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslustaðsetning áfanga er gefin til kynna með síðasta stafnum í áfanga­heitnu í stunda­töflu, þá stendur S fyrir Skólavörðuholt, H fyrir Háteigsveg og TH fyrir Hafn­ar­fjörð.

Er mætingarskylda?

Já og reglur um skóla­sókn og aðrar reglur má finna hér á vefnum.

Er nemendafélag?

Upp­lýs­ingar um félagslíf og nem­enda­félag eru á síðu um félagslíf.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!