Menu

Innsýn í námið

Í námi í veggfóðrun og dúka­lögn öðlast þú skilning, þekk­ingu og færni til að und­irbúa gólf, veggi, loft, töflur, hurðir og fleira fyrir lagn­ingu t.d. dúka, platna eða teppa. Þú aflar þér sér­tækrar þekk­ingar í náminu á sviðum grein­ar­innar ásamt því að öðlast leikni í aðferðum og verklagi.

Verk­efnin eru fjöl­breytt og kalla á sköp­unar- og hug­mynda­vinnu. Nem­endur læra að leggja fjöl­breytt efni, ganga frá listum og prófílum og gera við. Hand­verk og sköp­un­arlist fá að njóta sín í mörgum verk­efnum námsins.

Boðið er upp á nokkra áfanga í dreifnámi.

Braut­ar­lýsing

VDÚ23 – Veggfóðrun og dúkalögn

Veggfóðrunar- og dúk­lagn­ingaraðili býr yfir hæfni til að vinna sjálf­stætt og leiðbeina öðrum, þekkir ábyrgð sína, siðferðilega stöðu og getur lagt mat á eigin vinnu. Dúkari þekkir helstu eig­in­leika og verkan efna sem notuð eru við veggfóðrun og dúk­lagnir. Dúkari getur veggfóðrað, lagt vegg- og gólfdúk, vegg- og lof­tefni og gólf­plötur, lagt teppi á gólf og stiga inn­an­húss, búið til skrautborða eða mynd og fellt í gólfdúk, lagt sérhæfða dúka, striga, plötur og spón inni og úti. Dúkari getur lagt mat á viðhald, gert við skemmdir og end­ur­nýjað gólf-, vegg- og lofta­efni. Dúkari getur lagt mat á og unnið gólf og veggi undir yfirborðsefni. Hann getur leiðbeint hús­eig­endum um val á efnum í nýbygg­ingum og við viðhald. Veggfóðrun er lög­gilt iðngrein.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Inn­töku­skilyrði er grunnnám bygginga‐ og mannvirkjagreina. Þegar nem­andinn er búin með það nám getur hann sótt um nám í veggfóðrun og dúka­lögn. Umsækj­endur eldri en 20 ára eða með stúd­ents­próf geta inn­ritað sig beint á brautina.

 

Námsframvinda

Veggfóðrun er lög­gilt iðngrein. Meðalnáms­tími er fjögur ár með grunn­námi bygg­inga‐ og mann­virkja­greina. Þrjár annir í skóla og vinnustaðanám sam­kvæmt hæfni­kröfum fer­il­bókar að hámarki 120 vikur.

Náms­fram­vinda vinnustaðarnáms miðast við að nem­andinn sé búinn að upp­fylla að lág­marki 80% af hæfniviðmiðum í fer­ilbók fag­greinar til að inn­ritast í loka­áfanga brautar.

Að loknu námi

Próf­skír­teini af fag­braut, ásamt því að starfsþjálfun sé lokið, veitir rétt til að sækja um sveins­próf í viðkom­andi grein. Sveins­próf veitir rétt til að hefja nám í Meist­ara­skóla.

Einnig er hægt að ljúka viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi en slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

FAQ

Spurt og svarað

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Eru efnisgjöld?

Nei, efn­is­gjöld eru innifalin í skóla­gjöldum.

Hvenær hefst kennsla?

Sjá upp­lýs­ingar í skóladagatali Tækni­skólans.

Hvar fer kennslan fram?

Kennslan í veggfóðrun og dúk­lögn fer fram á Skólavörðuholti.

Nánari upp­lýs­ingar um staðsetn­ingu og húsnæði Tækni­skólans.

Þarf ég að vera með verkfæri?

Nem­endur sem hefja nám í bygg­inga- og mann­virkja­greinum verða að koma með eigin örygg­is­skófatnað, hlífðargler­augu og heyrna­hlífar sem hann skal ávallt nota í verk­legri aðstöðu Bygg­inga­tækni­skólans.

Er mætingarskylda?

Já, hér má sjá nánari reglur um skólasókn í Tækni­skól­anum.

Get ég tekið stúdentspróf af brautinni?

Nem­andi sem er í starfs­námi á fram­halds­skóla­stigi á kost á viðbót­ar­námi til und­ir­bún­ings námi á háskóla­stigi. Slíku námi lýkur með stúd­ents­prófi.

Er nemendafélag?

Nánari upp­lýs­ingar um félagslíf og nemendafélög Tækni­skólans.

Hvernig sæki ég um?

Sækja um hnappur er hér á síðunni.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!