Ekki liggja fyrir dagsetningar fyrir vorönn 2021.
Hægt er að skrá sig með fyrirvara á biðlista á námskeiðið.
Farið verður í hinar ýmsu aðferðir sem akrýllitir hafa upp á að bjóða og málað verður þykkt og þunnt, með áferð og þunnum flæðandi lit.
Á námskeiðinu er farið í litfræði og myndbyggingu og málað í hinum ýmsu aðferðum sem akrýllitir hafa upp á að bjóða. Kynnt eru íblöndunarefni og kennt að útbúa sitt eigið gesso og áferðarefni sem grunn eða sem íblöndun. Málað er á striga og pappír að eigin vali. Heimaverkefni verða lögð fyrir svo þátttakendur fái sem mest út úr námskeiðinu.
Innifalið: Efni í fyrsta tíma og tvenns konar ámálunarpappír
Efni: Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.
Sjá viðtal við Önnu í skólablaði Fréttablaðsins
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Vorönn 2021
Dagsetningar munu birtast hér um leið og þær liggja fyrir.
miðvikudagur | 18:00 – 22:00 | |
miðvikudagur | 18:00 – 22:00 | |
miðvikudagur | 18:00 – 22:00 | |
miðvikudagur | 18:00 – 22:00 |
Alls 16 klukkutímar
Anna Gunnlaugsdóttir.
Anna er listmálari og kennari og lærði myndlist hér heima og í París.
Námskeiðsgjald: 46.500kr.
Innifalið: Efni í fyrsta tíma og tvenns konar ámálunarpappír.Innkaupalisti afhentur í fyrsta tíma.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Góður verklegur grunnur.
Fjölbreytt og skemmtileg nálgun.
Opnaði nýjan heim fyrir eldri borgara, sem hefur nógan tíma.
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]
Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.
Efni í fyrsta tíma og tvenns konar ámálunarpappír.
Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.