fbpx
Menu

Námskeið

Gítarsmíði – viltu smíða rafmagnsgítar?

Á námskeiðinu handsmíða þátttakendur rafmagnsgítar frá grunni. Hægt er að velja á milli þess að smíða Telecaster, Stratocaster, Jazz bass, P bass eða Thinline. Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Leiðbeinandi: Gunnar Örn Sigurðsson
Námskeiðsgjald: 220.000 kr.
Hámarksfjöldi: 9
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 21. september 2021 - 09. nóvember 2021
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Búkurinn er fræstur, pússaður og sprautaður í lit að eigin vali. Gítarhálsinn sagaður út og fingraborðið límt ofan á hálsinn og hann bandaður upp. Rafkerfi sett í gítarinn og tengt. Að lokum er strengjunum komið fyrir og hálsinn og strengjahæð stillt.

Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

21. september–9. nóvember 2021
Kennt er á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 17:30 til 22:0.
Alls 100 klukkutímar.

 

Leiðbeinandi er Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður. Gunnar er gítarsmiður að mennt og lærði fagið á Íslandi, í Þýskalandi og í Svíþjóð. Margir af fremstu tónlistarmönnum landsins nota gítara frá Gunnari. Hann hefur kennt gítarsmíði hjá Tækniskólanum frá árinu 2000.

Námskeiðsgjald: 220.000 kr.
Innifalið: Allt tréefni

Þátttakendur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Námskeiðið er metið til sjö eininga.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark
80% mætingu.

Eftir námskeiðið er ég hæfari til að smíða mína eigin gítara og viðhalda þeim sem ég á fyrir.

Þetta var alveg frábært námskeið og Gunnar mjög fær og góður kennari

Mjög skemmtilegt og gaman að spreyta sig á verkefninu.

Gríðarlega fræðandi námskeið um efnið (gítarsmíði).

Reyndur og góður kennari sem miðlaði vel af reynslu sinni.

 

Námskeið

Önnur námskeið

Námskeið/7.–21. október 2021

Húsgagnaviðgerðir

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.

Leiðbeinandi: Hallgrímur G Magnússon

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjald endurgreitt ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst  (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected].  Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi?

Innifalið er allt tréefni.

Þátttakendur velja sjálfir og kaupa hardware og pickup.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.