GMDSS GOC
Ótakmarkað skírteini fjarskiptamanns
Gildir við ótakmarkað hafsvæði. (Strandsiglingar og úthafssiglingar)
Efnisþættir: Kynntar íslenskar reglur um fjarskipti, reglur Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU) og alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO), NAVTEX – sjálfvirk móttaka á öryggistilkynningum. Stafrænt valkall DSC. Radiotelex. INMARSAT – gervihnattafjarskipti. Radíóneyðarbaujur (EPIRB, COSPAS/SARSAT). Ratsjársvari (SART). Vaktstöð siglinga (JRCC). Færsla fjarskiptadagbókar. Alþjóðlega merkjakerfið. Nota alþjóðalista ITU og Admirality og aðra lista sem veita upplýsingar um fjarskipti. Nota búnað til fjarskipta um gervihnött. IMO standard marine communication phrases. Standard marine navigational vocabulary standard marine navigational vocabulary. Verklegar æfingar.
Námskeiðið er kennt í fjarnámi en mæta þarf tvo daga í skólann í lok námskeiðsins í verklegar æfingar og próf.
Athugið að til að fara á þetta námskeið þarf að hafa lokið GMDSS ROC námskeiðinu, sá hluti er ekki kenndur á þessu námskeiði.