fbpx
Menu

Námskeið

GPS staðsetningartæki og rötun

Námskeiðið fer er kennt í skólanum 11. og 13. október og svo er verkleg útiæfing  fimmtudaginn 14. október.
Á námskeiðinu er farið yfir öll helstu grunnatriði rötunar. Þátttakendur læra á áttavita, æfa sig í að lesa og vinna á kort bæði með stefnur, vegalengdir og staðsetningar.

Leiðbeinandi: Einar Eysteinsson
Námskeiðsgjald: 31.500 kr.
Hámarksfjöldi: 14
Dagsetning: 11. október 2021 - 14. október 2021
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Farið er yfir allar helstu stillingar og notkunarmöguleika GPS staðsetningartækja, gögn unnin af kortum skráð í tækin og gögn á tölvutæku formi flutt í og úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölvunni. Námskeiðið er tvö kvöld og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á GPS staðsetningartækjum. Þátttakendur þurfa að hafa eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

11. október mánudagur 18:00–21:00
13. október miðvikudagur 18:00–21:00
14. október fimmtudagur  18:00 – 2 klst. útiæfing

Alls 8 klukkutímar

 

Einar Eysteinsson.
Einar er kennari og hefur unnið hjá Björgunarskólanum í mörg ár.

Námskeiðsgjald: 31.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri.

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected].

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.