fbpx
Menu

Námskeið

Hönnun heimilisins

Kennd verða grunnatriði við hönnun heimilisins. Skoðaðir verða straumar og stefnur í innanhússhönnun ásamt efnis- og litavali.
Námskeiðið miðast við að þátttakendur verði betur í stakk búnir að gera einfaldar breytingar á heimilinu og sjá umhverfi sitt í nýju ljósi.

Leiðbeinandi: Guðrún Atladóttir
Námskeiðsgjald: 23.500 kr.
Hámarksfjöldi: 12
Dagsetning: 17. september 2019 - 24. september 2019

Námskeiðslýsing

Farið verður yfir grunnatriði við uppröðun húsgagna, skoðaðar verða aðferðir við lita- og efnisval. Einnig hvað hafa ber í huga þegar lýsing rýmisins er metin. Sýnd verða dæmi um samsetningar sem hægt er að nýta sér ásamt uppröðun mynda og gluggalausnir svo eitthvað sé nefnt.

Þátttakendur geta sent myndir af rýmum sem þarfnast breytinga og verða þær ræddar í seinni tímanum.

Nánari upplýsingar

17. september þriðjudagur 18:00 – 21:00
24. september þriðjudagur 18:00 – 21:00

Alls 6 klukkutímar

Guðrún Atladóttir er innanhússhönnuður og menningarmiðlari.

Námskeiðsgjald: 23.500 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar) í síma 514 9602 eða á [email protected]

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu

FAQ

Spurt og svarað

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]

Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.

Spurningar

Hafðu samband og við svörum þér um hæl!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.