fbpx
Menu

Skemmtibátanámskeið heildstætt

Skráning opnar 21. nóvember kl. 10:00.

Athugið að umsókn er ekki gild nema henni fylgi korta­númer.

Greiðslu­kort eru gjaldfærð í janúar.

Heilstætt undirbúningsnámskeið fyrir stjórnun skemmtibáts (˂24m) til strandsiglinga og bóklegt próf. Námskeiðið miðar að því að undirbúa sem best þátttakendur fyrir sjómennsku á skemmtibátum. Uppistaðan í kennslunni er miðlun þekkingar, raunhæf æfingaverkefni og verkleg kennsla á tæki og búnað sem tengjast siglingu báta á strandsvæðum.

Skemmtibátanámskeið

Námskeiðsgjald

147.000 kr.

Dagsetning

20. janúar 2025 - 06. maí 2025

Almennar upplýsingar

Upptaka af kynningarfundi sem haldinn var í Tækniskólanum um þær tvær leiðir sem við munum bjóða upp á til að undirbúa sig fyrir skemmtibátaprófið.

Námið fer fram að mestu í gegnum fjarfundabúnað og kennsluvef en jafnframt er boðið upp á verklegar lotur og aðstoðartímar eru haldnir á staðnum. Námið er ígildi eins mánaðar fulls náms sem dreifist á þrjá mánuði og endar með 1,5 dags verklegri lotu og 3 klst. bóklegu prófi á staðnum.

Hér má lesa nánari lýsingu á námskeiðinu.

  • Leiðbeinandi

    Sigríður Guðmunda Ólafsdóttir og Björgvin H. Fjeldsted

  • Hámarksfjöldi

    30

  • Forkröfur
  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans.

Nánari upplýsingar

Námskeið: 20. janúar 2025

Verkleg lota: 25. – 26. apríl 2025

Próf: 6. maí 2025

Námskeiðsgjald: 147.000 kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum rúmri viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald er ekki end­ur­greitt:
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Þátttakendur þurfa að nota eftirfarandi gögn á námskeiðinu:

  • Sjókort nr. 36
  • siglingarfræðigráðuhorn
  • hringfara (sirkil)
  • reglustiku (50 cm)
  • almenn ritföng (skrúfblýant 0,5 mm og gott strokleður)
  • glósubók
  • reiknivél.

Öll námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.

FAQ

Spurt og svarað

Þarf ég að mæta í einhverja tíma í skemmtibátanáminu?

Í heildstæða undirbúningsnámskeiðinu eru vikulegir fundir, upptökur af þeim eru settar inn á kennsluvefinn Innu.

Í rafræna undirbúningsnámskeiðinu er boðið upp á fundi með kennara tvisvar á námskeiðinu.

Ég get ekki stundað námið fyrstu vikuna – er það í lagi?

Það er í lagi en samt sem áður þá verða þátttakendur að fara yfir allt námsefnið sem tilgreint er í dagskrá námskeiðsins.

Hvað þarf ég að verja miklum tíma í skemmtibátanámið?

Inni á kennsluvefnum eru verkefni sem þátttakendur þurfa að vinna til að fá þjálfun. Það er mjög mismunandi hvað þátttakendur þurfa langan tíma í að læra en það er komið undir hverjum og einum en við miðum við að þátttakendur komi vel þjálfaðir í lokaprófið. Það er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að horfa á alla fyrirlestra á námskeiðinu.
Heildstæða undirbúningsnámskeiðið er ígildi eins mánaðar fulls náms sem dreifist á þrjá mánuði og endar með 1,5 dags verk­legri lotu og 3 klst. bók­legu prófi á staðnum.

Getum við verið tvö saman með sama sjókortið á námskeiðinu?

Hver þátttakandi þarf að vera með sitt sjókort á námskeiðinu. Í lokaprófinu tekur hver þátttakandi próf í sínu sjókorti. Sama á við um gráðuhornið

Hvað þarf ég að hafa með mér í lokaprófin í skemmtibátanáminu?

Það er nauðsynlegt að hafa sjókort 36, gráðuhorn, reglustiku, hringfara, reiknivél, skriffæri og strokleður. Það er mjög gott að hafa með sér aukablý í skrúfblýantinn og hringfararann.

Hvaða gögn má hafa með sér í próf í skemmtibátanáminu?

Í siglingafræði þurfa þátttakendur að taka með áhöld fyrir kortavinnu. Það eru engin gögn leyfileg í siglingareglum og stöðugleika.

Hvernig eru prófin í skemmtibátanáminu?

Prófið er þrjár klukkustundir en það er próf í siglingafræði, siglingareglum og kröfum námsskrár.

Hvar get ég séð einkunnir hjá mér eftir námskeiðið?

Inni á kennsluvefnum getur þú séð einkunnir undir verkefni. Þar sérð einkunn úr hverjum hluta.

Ég er ekki vanur/vön að sigla – hvar get ég fengið verklega þjálfun?

Sumir fá verklega þjálfun hjá vinum og kunningjum en margir fara á námskeið hjá siglingaklúbbum og einkaaðilum víðs vegar um landið.

Ég bý úti á landi. Er möguleiki á að ég geti fengið að taka lokaprófið í skólanum í minni heimabyggð?

Já – það er hægt en það þarf að vera í samráði við kennara námskeiðsins.

Ég bý erlendis. Er möguleiki á að ég geti fengið að taka lokaprófið í sendiráðinu hérna?

Já – það er hægt en það þarf að vera í samráði við kennara námskeiðsins.

Ég hef ekki náð að stunda námið vegna mikillar vinnu, veikinda eða mikilla anna. Get ég fengið að taka lokaprófið með næsta námskeiði?

Hægt er að sækja um að taka sjúkrapróf. Greiða þarf fyrir það samkvæmt gjaldskrá Tækniskólans.

Þegar ég er búinn með bóklega hlutann í skemmtibátanáminu – hvað geri ég þá?

Þegar bóklega hlutanum í náminu er lokið þá þurfa þátttakendur að taka verklegt próf á vélbát eða á skútu en það fer eftir því á hvernig bátum þátttakendur ætla að ná sér í réttindi á.

Inn á vef Samgöngustofu finnur þú lista yfir prófdómara verklegra prófa.

 

Hvað á ég að gera þegar ég er búinn að klára bóklega og verklega hlutann í skemmtibátaprófum?

Þú sækir um skemmtibátaskírteini hjá Samgöngustofu en þú þarft að skila inn til þeirra eftirfarandi gögnum: Bóklega skírteininu frá Tækniskólanum, vottorði prófdómara um að þú hafir lokið verklegu prófi á vélbát og eða á seglbát. Þú þarft einnig að skila inn læknisvottorði og passamynd. Nánar upplýsingar um þetta má sjá á heimasíðu Samgöngustofu (www.samgongustofa.is).

Hvar gilda skemmtibátaréttindin sem Samgöngustofa gefur út?

Réttindin á skemmtibáta gilda við Íslandsstrendur og annars staðar í heiminum eftir því sem skírteinið heimilar og skv. reglum einstakra ríkja. Skírteini til strandsiglinga er byggt að fyrirmynd Sameinuðu þjóðanna um ICC- skírteini.

Hver er lágmarkseinkunn til að standast bókleg og verkleg próf?

Lágmarkseinkunn í bóklegu prófi er 7 í siglingareglum og siglingafræði, 5 í öðrum bóklegum námsþáttum og skal meðaleinkunn ekki vera lægri en 6. Verklegt próf er háð mati prófdómara.

Get ég notað minn bát í verklegu prófi?

Það er heimilt ef báturinn er 7,00 metrar eða lengri að skráningarlengd.

Eru skírteinin bundin ákveðnu farsviði?

Skemmtibátaskírteini gilda við strandsiglingar en strandsiglingar eru skilgreindar sem svæði sem er fyrir innan 30 sjómílur frá landi.

Þarf einhver vélstjórnarskírteini á skemmtibáta?

Ekki þarf sérstakt vélstjórnarskírteini á skemmtibát með 750 kW (um 1.000 hp) vélarafl og minna.

Hver eru skilyrði skírteinisins?

Að hafa náð 16 ára aldri – hafa staðist bóklegt og verklegt próf á skemmtibáta – vera íslenskur ríkisborgari eða með heimilisfesti á Íslandi – einnig vottorð læknis (sjá heimasíðu Samgöngustofu).

Athugið að ekki er gerð krafa um læknisvottorð frá sérstökum sjómannalækni þegar um er að ræða læknisvottorð fyrir skemmtibátaréttindi.

Ég er ekki búinn að ná 16 ára aldri – get ég samt komið á bóklega námskeiði?

Þú getur það en þú getur ekki sótt um skírteini hjá Samgöngustofu fyrr en þú ert orðinn 16 ára.

Hvaða bátar teljast skemmtibátar?

Með skemmtibátum er í lögum nr. 30/2007 átt við þau skip sem skrásett eru sem skemmtiskip samkvæmt lögum um skráningu skipa, nr. 115/1985, en bátar 6 metrar og lengri eru skráningarskyldir. Skemmtibátaréttindin veita réttindi til að stjórna skemmtibát sem er styttri en 24 metrar að skráningarlengd.

Spurningar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.