Smáskipanámskeið
– skipstjórn
12-15 m aukning
Athugið að umsókn er ekki gild nema greiðslukort sé skráð
Verklegar lotur – Skyldumæting
Hermir
Fjarskipti ROC
Hermir og vél
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka atvinnuréttindi sín til að starfa sem skipstjóri á smáskipum upp í allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði), enda hafi þeir áður öðlast 12m skipstjórnarskírteini eða lokið viðurkenndu smáskipaskipstjórnarnámi sem í boði var fyrir 1. september 2020.
Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skírteini, þarf viðkomandi að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi.
Námskeiðið er að mestu í fjarnámi en lýkur með verklegum þáttum og prófum í Tækniskólanum á Háteigsvegi í Reykjavík (Sjómannaskólanum).
Námskeiðsgjald
220.000 kr.
Staðsetning
Dagsetning
11. nóvember 2024 - 16. maí 2025