fbpx
Menu

Smáskipanámskeið
– skipstjórn
12-15 m aukning

Opnað verður fyrir skráningu
mánudaginn 16. september kl. 10:00

Athugið að umsókn er ekki gild nema greiðslukort sé skráð

Verklegar lotur  – Skyldumæting
Hermir
Fjarskipti ROC
Hermir og vél 

Nám­skeiðið er ætlað þeim sem vilja auka atvinnu­rétt­indi sín til að starfa sem skip­stjóri á smá­skipum upp í allt að 15m lengd í strand­sigl­ingum (með að hámarki 12 farþegum og tak­mörkun á farsviði), enda hafi þeir áður öðlast 12m skip­stjórn­ar­skír­teini eða lokið viðurkenndu smá­skipa­skip­stjórn­ar­námi sem í boði var fyrir 1. sept­ember 2020.

Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skír­teini, þarf viðkom­andi að ljúka sigl­inga­tíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu örygg­isfræðslu­námi.

Nám­skeiðið er að mestu í fjar­námi en lýkur með verk­legum þáttum og prófum í Tækni­skól­anum á Háteigs­vegi í Reykjavík (Sjó­manna­skól­anum).

Áfangalýsing námskeiðs

Smáskipanámskeið skipstjórn 12-15 m

Námskeiðsgjald

220.000 kr.

Dagsetning

11. nóv­ember 2024 - 16. maí 2025

Fyrirspurnir

endurmenntun@tskoli.is

Nám­skeiðslýsing

Smáskip - skipstjórn 12-15m aukning

Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara rétt­inda, m.a. sigl­ing­a­reglur, stöðugleika, sigl­inga­hermi, fjar­skipti (ROC skír­teini) og viðhald vél­búnaðar.

Sjá nánar á námskrá.is

Nám­skeiðið hefst á fjar­námi og geta þátt­tak­endur komið inn á nám­skeiðið á mis­mun­andi tímum eftir að það er sett í gang. Nám­skeiðinu lýkur með staðlotum í verk­legri þjálfun og skrif­legum prófum og eru nokkrar tíma­setn­ingar í boði sem eru aðgengi­legar skráðum þátt­tak­endum.

Nánari upp­lýs­ingar

Nám­skeiðið sam­svarar 7 ein­inga námi í fram­halds­skóla (um fjórðungur úr önn). Því má gera ráð fyrir að um 130-170 klst fari í námið sam­kvæmt viðmiði fyrir fram­halds­skóla­nem­endur (og eitthvað styttri fyrir eldri nem­endur). Þar af eru um 24 klst (3 dagar) í verk­legri þjálfun og prófi í sigl­inga­hermi, um 15 klst (2 dagar) í verk­legri þjálfun og prófi í fjar­skiptum (ROC) og um 6 klst (1 dagur) í verk­legri þjálfun og prófi í viðhaldi og umhirðu vél­búnaðar í skipum.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á endurmenntun@tskoli.is

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá próf­skír­teini að loknu nám­skeiði þurfa þátt­tak­endur að standast alla þætti nám­skeiðsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun.

Nám­skeið End­ur­mennt­un­ar­skólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stétt­ar­fé­laga.

Nem­endur þurfa að útvega sér eft­ir­far­andi gögn og m.a. hafa með sér í próf og verk­lega lotu:

  • Sjókort númer 31 og 365.
  • Samsíðung eða siglingafræði-gráðuhorn.
  • Reglustriku, sirkil og almenn ritföng.
  • Reiknivél.
  • Fartölvu (eða spjaldtölvu) til að geta unnið á kennsluvef (Innu).

Sérhæfð náms­gögn fást hjá IÐNÚ bóka­út­gáfu, Braut­ar­holti 8, 105 Reykjavík.

Námskeið

Tengd nám­skeið

Námskeið / 14. október 2024–16. maí 2025

Smáskipanámskeið – vélstjórn <15 m

Verk­legar lotur – Skyldu­mæting Nám­skeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnu­skír­teini til að starfa sem vél­stjóri <750 kW á smá­skipum allt að 15 m lengd í strand­sigl­ingum (með að hámarki 12 farþegum og tak­mörkun á farsviði). Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skír­teini, þarf viðkom­andi að ljúka sigl­inga­tíma og viðurkenndu örygg­isfræðslu­námi. Nám­skeiðið er að mestu í fjar­námi en til að ljúka því þarf að mæta í verk­lega lotu og próf í Tækni­skól­anum á Háteigs­vegi í Reykjavík. Áfanga­lýsing nám­skeiðs:...

Námskeið / 10. september 2024 - 16. maí 2025

Smáskipanámskeið
– skipstjórn <15 m

Athugið að umsókn er ekki gild nema greiðslu­kort sé skráð Verk­legar lotur – Skyldu­mæting Nám­skeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnu­skír­teini til að starfa sem skip­stjóri á smá­skipum allt að 15 m lengd í strand­sigl­ingum (með að hámarki 12 farþegum og tak­mörkun á farsviði). Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skír­teini, þarf viðkom­andi að ljúka sigl­inga­tíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu örygg­isfræðslu­námi. Nám­skeiðið er að mestu í fjar­námi en með fjórum verk­legum staðlotum og lýkur með prófum í Tækni­skól­anum á Háteigs­vegi í Reykjavík (Sjó­manna­skól­anum). Áfanga­lýsing nám­skeiðs:  ...

FAQ

Spurt og svarað

Er hægt að fá eitthvað metið inn í smáskipanámið?

Hægt er að óska eftir því við End­ur­mennt­un­ar­skólann að fyrra nám í skip­stjórn og/​eða vél­stjórn, eftir því sem við á, verði metið á móti ein­hverjum af þeim námsþáttum sem eru í smá­skipanáminu. Þessi ósk verður að koma fram á umsókn (eða í síðasta lagi innan við viku eftir að nám­skeið hefst, og þá skrif­lega með tölvu­pósti).

Hér er listi yfir mat á fyrra námi.

Enginn kostnaður fylgir mati á fyrra námi en slíkt mat leiðir ekki til lækk­unar á nám­skeiðsgjöldum.

Þarf ég að mæta í einhverja tíma í smáskipanáminu?

Námið er kennt í fjar­námi þannig að það er ekki mæting í skólann fyrr en það kemur að verk­legum lotum og prófum. Það er skyldu­mæting í verk­legar lotur sem er í lok nám­skeiðs. Verk­legar lotur eru í einn til fjóra daga en skráðir þátt­tak­endur geta séð dag­skrá fyrir lotur á kennslu­vefnum hjá okkur.

Ég get ekki stundað námið fyrstu vikuna – er það í lagi?

Já, það er í lagi en samt sem áður þá verða þátt­tak­endur að fara yfir allt náms­efnið sem til­greint er í dag­skrá nám­skeiðsins.

Þarf ég að vera við tölvuna á ákveðnum tímum?

Nei, ekki í fjar­náms­hlut­anum. Þátt­tak­endur læra þegar þeim hentar – allt kennslu­efni er klárt í upp­hafi nám­skeiðs.

Hvað þarf ég að verja miklum tíma í smáskipanámið?

Nám­skeiðið sam­svarar 7 ein­inga námi í fram­halds­skóla (um fjórðungur úr önn). Því má gera ráð fyrir að um 130-170 klst fari í námið sam­kvæmt viðmiði fyrir fram­halds­skóla­nem­endur (og eitthvað styttri fyrir eldri nem­endur). Þar af eru um 45-55 klst í tengslum við verk­legar lotur. Það er mjög mis­mun­andi hvað þátt­tak­endur þurfa langan tíma til að læra en það er komið undir hverjum og einum en við miðum við að þátt­tak­endur komi vel þjálfaðir og und­ir­búnir í verk­legar lotur og loka­próf. Það er nauðsyn­legt fyrir þátt­tak­endur að horfa á alla fyr­ir­lestra og vinna öll verk­efni á nám­skeiðinu.

Hvað af efninu inni á kennsluvefnum þarf ég að prenta út?

Það er ekki þörf á að prenta neitt út en það getur verið ágætt að hafa mögu­leika á að prenta út verk­efni í sigl­ingafræði, sigl­ing­a­reglum og stöðugleika.

Getum við verið tvö saman með sömu sjókortin á námskeiðinu?

Nei, hver þátt­tak­andi þarf að vera með sín sjó­kort á nám­skeiðinu. Í prófum og verk­legum æfingum notar hver þátt­tak­andi sín eigin sjó­kort. Sama á við um gráðuhornið.

Hvað þarf ég að hafa með mér í lokaprófin í smáskipanáminu?

Það er nauðsyn­legt að hafa sjó­kort 365 og 31, gráðuhorn, reglu­striku, hring­fara, reiknivél, skrif­færi og strokleður. Það er mjög gott að hafa með sér aukablý í skrúf­blý­antinn og hring­far­arann.

Hvaða gögn má hafa með sér í próf í smáskipanáminu?

Þetta er útskýrt á kennsluvef í sér­hverjum námsþætti en í sumum til­vikum má ekki hafa neitt meðferðis en í öðrum til­vikum má hafa til­tekin gögn.

Hvernig eru prófin í smáskipanáminu?

Það prófað úr sér­hverjum námsþætti bók­lega námsins. Krafa er um til­teknar lág­marks­ein­kunnir í hverjum þætti. Í verk­legum lotum er fram­kvæmt mat á þekk­ingu, leikni og hæfni þátt­tak­enda í sam­ræmi við hæfnikvarða.

Hvar get ég séð einkunnir hjá mér eftir námskeiðið?

Inni á kennslu­vefnum getur þú séð ein­kunnir úr hverjum prófþætti. Þú ferð í áfangar og velur kennslu­grein og þá getur þú séð ein­kunnir í þeim námsþætti.

Þarf ég siglingatíma til að fá að taka þátt í smáskipanámskeiði?

Nei, það er ekki krafa um að þátt­tak­endur þurfi sigl­inga­tíma til að geta tekið þátt í smá­skipanám­skeiði.

Hvað þarf ég langan siglingatíma til að geta fengið útgefið atvinnuskírteini?

Til að fá atvinnu­skír­teini útgefið hjá Sam­göngu­stofu þarftu að hafa náð 18 ára aldri og með 12 mánaða sigl­inga­tíma (hver dagur á sjó reiknast sem 1,5 dagur þannig að 8 mánaða sigl­ing­ar­tími upp­fyllir þau skilyrði).

Ég er búinn að vera á trillu í mörg ár en siglingatíminn var ekki lögskráður. Hvernig get ég fengið þann siglingatíma metinn?

Ef þú er með sigl­inga­tíma á trillur sem er ekki í lög­skrán­ing­ar­kerfinu hjá Sam­göngu­stofu þá getur þú lagt fram vottorð um sjóferðartíma til Sam­göngu­stofu en sá tími þarf að vera vottaður af tveimur trúverðugum aðilum. Sjá nánar á vef Sam­göngu­stofu.

Ég hef ekki náð að stunda námið vegna mikillar vinnu, veikinda eða mikilla anna. Get ég fengið að taka innilotuna og lokaprófið með næsta námskeiði?

Já, en greiða verður sér­stak­lega fyrir þá breyt­ingu. Rétt er einnig að nefna að nám­skeiðsgjöld eru ekki end­ur­greidd í þessum til­vikum.

Hvernig sæki ég um smáskipaskírteini hjá Samgöngustofu?

Þegar þú sækir um smá­skipa­skír­teini hjá Sam­göngu­stofu þarft þú að skila inn til þeirra eft­ir­far­andi gögnum: Bók­legt útskrift­ar­skír­teini frá Tækni­skól­anum – sigl­inga­tíma. Þú þarft einnig að skila inn lækn­is­vottorði og passamynd. Sam­göngu­stofa er búin að viðurkenna ákveðna lækna sem sjó­manna­lækna. Nánari upp­lýs­ingar um þetta má sjá á heimasíðu Sam­göngu­stofu.

Hvar gilda smáskiparéttindin sem Samgöngustofa gefur út?

Rétt­indin á smá­skip gilda við Íslands­strendur.

Hver er lágmarkseinkunn til að standast bókleg og verkleg próf?

Lág­marks­ein­kunn í prófum í smá­skipanámi er 5, 6, eða 7 mis­mun­andi eftir námsþáttum.

Hver eru skilyrði skírteinisins á smáskip?

Að hafa náð 18 ára aldri, hafa staðist bókleg próf og að hafa lokið sigl­inga­tíma. Þú þarft að vera íslenskur rík­is­borgari eða með heim­il­is­festi á Íslandi – einnig vottorð læknis um sjón.

Ég er ekki búinn að ná 18 ára aldri – get ég samt komið á smáskipanámskeið?

Já, en þú getur ekki sótt um skír­teini hjá Sam­göngu­stofu fyrr en þú hefur náð 18 ára aldri.

Hvaða bátar teljast smáskip?

Smá­skip eru skip sem eru styttri en 15 metrar að skrán­ing­ar­lengd.

Þarf einhver vélstjórnarréttindi á smáskip?

Það er ekki krafa um sér­stök vél­stjórn­ar­rétt­indi á smá­skip að 250 kW (335 hp) véla­stærð, annars er gerð krafa um rétt­indi eða sér­stakar heim­ildir. Rétt er að benda á að við erum að bjóða upp á nám­skeið sem veitir rétt­indi í vél­stjórn smá­skipa, sjá ofar á síðunni (fyrir skip með 750 kW vél og minni og 15 m og styttra að skrán­ing­ar­lengd).

Þegar ég hef lokið smáskipanámi, get ég þá tekið verklegt próf á skemmtibáta til að öðlast skemmtibátaréttindi?

Þegar smá­skipanáminu er lokið þá geta þátt­tak­endur tekið verk­legt próf á skemmti­báta, annars vegar á vélbát og hins vegar á skútu.

Þarf ég að taka mér frí frá vinnu þegar ég fer í verklegu loturnar?

Já, það er skyldu­mæting í verk­legu lot­urnar og þær ná yfir einn til þrjá daga. Nánari upp­lýs­ingar efnistök og dags/​tíma­setn­ingar á lotum fá skráðir þátt­tak­endur á nám­skeiðum.

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já, en bara ef þú lætur okkur vita með a.m.k. þriggja daga fyr­ir­vara (virkir dagar) í tölvu­pósti á end­ur­mennntun@tskoli.is. Ef þú lætur okkur ekki vita með þessum fyr­ir­vara eru nám­skeiðsgjöld ekki end­ur­greidd.

Er hægt að láta meta smáskipanámið upp í lengra nám?

Unnið er að breyttri upp­setn­ingu náms í skip­stjórn og vél­stjórn sem hefur það m.a. að markmiði að hægt verði að meta námið að fullu upp í lengra nám í bæði skip­stjórn og vél­stjórn. Vonast er til hægt verði að bjóða fram­haldsnám haustið 2022.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.