Á undirbúningsnámskeiði fyrir sveinspróf í vélvirkjun verður farið í verklega þætti sem prófað verður í, þ.e. smíði, bilanaleit og slitmælingu ásamt suðuverkefni.
Áætlað er að sveinspróf í vélvirkjun fari fram
dagana 12., 13. og 14. febrúar 2021.
Kynning í boði sveinsprófsnefndar á tækjum skólans í Hafnarfirði (Flatahrauni 12 og Gjótuhrauni 7) verður í umsjón Guðmundar Skúla Þorgeirssonar og Ólafs Bjarna Bjarnasonar fimmtudaginn 11. febrúar kl. 18:00 – 21:00.
Á námskeiðinu er farið yfir bilanagreiningu/slitmælingu, smíðar og málmsuðu.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Kennarar Véltækniskóla Tækniskólans.
Ólafur Bjarni Bjarnason – Bilanagreining/slitmæling
Haraldur Harðarson- Smíðar
Guðmundur Skúli Þorgeirsson – Málmsuða
8. febrúar | mánudagur | 18:00 – 22:00 | Bilanagreining |
9. febrúar | þriðjudagur | 18:00 – 22:00 | Smíðar |
10. febrúar | miðvikudagur | 18:00 – 22:00 | Málmsuða |
Alls 12 klukkutímar
Námskeiðsgjald:
49.500 kr. – þrír hlutar
39.500 kr. – tveir hlutar
26.500 kr. – einn hlut
Þátttakendur á námskeiðinu eru beðnir um að hafa samband við Endurmenntunarskólann ef ekki á að taka alla hluta undirbúningsnámskeiðsins. Hægt er að senda tölvupóst [email protected] eða hringja í síma 514 9602
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara (virkir dagar).
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu
Já ef þú lætur okkur vita með þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]. Annars býðst þér að fara endurgjaldslaust á næsta námskeið ef það er laust pláss.