fbpx
Menu

Námsmat

Í ann­arlok fær nem­andi ein­kunn fyrir árangur sinn í sér­hverjum áfanga sem hann er skráður í. Fyr­ir­komulag náms­mats og vægi ein­stakra þátta í náms­matinu (verk­efna, vinnu­fram­lags, prófa) kemur fram í kennslu­áætlun. Gefnar eru ein­kunnir í heilum tölum frá 1 til 10. Til að standast námsmat í áfanga og fá leyfi til að hefja nám í þeim næsta þarf lág­marks­ein­kunn 5. Þó er nem­anda heimilt að útskrifast með ein­kunnina 4 ef um er að ræða áfanga sem ekki er und­an­fari annars áfanga á braut­inni. Þetta á einnig við um loka­áfanga á skip- og vél­stjórn­ar­brautum B, C og D og 2., 3. og 4. stigi vél­stjórnar (hámark 3 ein­ingar á hverju stigi). Slíkir áfangar gefa ekki ein­ingar og þarf nem­andi að skila öðrum ein­ingum í staðinn.

Hverri önn lýkur með verk­efna- og próf­sýn­ing­ar­degi. Á þessum degi geta nem­endur skoðað úrlausnir sínar og verk­efni hjá kennara og eru allir hvattir til að koma og spjalla við kennara. Opnað er fyrir ein­kunnir í Innu kl. 9:00 sama dag.

 

Námsmat og próf

Í þessari sam­an­tekt er leitast við að svara algeng­ustu spurn­ing­unum sem komið hafa upp varðandi námsmat.

 

Hvað er námsmat?

Námsmat felst í því að leggja mat á þekk­ingu, leikni og hæfni nem­enda í afmörkuðum efnis­þætti ákveðinnar náms­greinar. Skólinn beitir fjöl­breyttu náms­mati til að gefa sem skýr­asta mynd af þekk­ingu nem­andans og hæfir efni og inni­haldi hennar. Matsþættir eru að lág­marki fimm talsins með allt að 35% vægi hver í heild­ar­ein­kunn.

Hvernig fer námsmat fram?

Námsmat getur verið skrif­legt, munn­legt, verk­legar æfingar eða hand­verk. Skrif­legt námsmat getur verið allt frá litlum verk­efnum upp í stór próf sem taka langan tíma, og allt þar á milli. Námsmat getur farið fram bæði án og með viðurkenndri yfir­setu (innan eða utan skólans) en alla jafna er gerð krafa um viðurkennda yfir­setu í a.m.k. einu náms­mati í sér­hverjum áfanga.

Hver framkvæmir námsmat?

Allt skipulag og fram­kvæmd náms­mats er í höndum kennara, bæði í dagnámi og í dreif­námi (fjar­námi). Allar upp­lýs­ingar eru aðgengi­legar í Innu um það námsmat sem framundan er, sést bæði í námsáætlun áfanga og á kennsluvef undir liðunum Verkefni eða Próf, ásamt vægi viðkom­andi matsþáttar.

Hvar fer námsmat fram?

Þegar um munnleg/​verkleg próf er að ræða, eða gerð er krafa um að námsmat fari fram með viðurkenndri yfir­setu (skrifleg/​rafræn próf), er krafa um að nem­endur mæti til prófs í skólan­um sam­kvæmt stunda­töflu dag­skólans. Nem­endur í dreif­námi (fjar­námi) hafa þó heimild til að taka skrifleg/​rafræn próf utan skólans á viðurkenndum próf­tökustöðum, óski þeir eftir því sér­stak­lega. Annað námsmat, s.s. almenn verk­efna­skil eða rafræn verk­efni án yfir­setu­kröfu, fer fram utan skólans (heima­vinna) en svo er öllu skilað raf­rænt í Innu.

Hvernig er próf tekið á viðurkenndum próftökustað?

Kennari getur gert kröfu um að próf skuli tekið í skól­anum sjálfum eða á viðurkenndum próf­tökustað (með viðurkenndri yfir­setu). Nem­andi getur óskað eftir því við kennara að taka prófið á slíkum viðurkenndum próf­tökustað. Nem­endur verða að fá próf­töku sína samþykkta með góðum fyr­ir­vara (bæði hjá kennara og prófstaðnum), mæta svo á réttum tíma á prófstað, hafa meðferðis per­sónu­skil­ríki með mynd og greiða prófstaðnum fyrir þjón­ustuna. Fái hann heimild til þess hjá kennara þá snýr hann sér til prófstaðar með góðum fyr­ir­vara og óskar eftir því að fá að taka próf á þeim degi og á þeim tíma sem prófið verður lagt fyrir. Vakin er athygli á því að kostnaður getur hlotist af slíkri próf­töku og ber nem­andi þann kostnað sjálfur. Próf sem tekin eru með þessum hætti eru lögð fyrir í Innu og nálgast nem­andinn prófið þar og skilar að prófi loknu. Prófið er tekið undir eft­ir­liti yfir­setuaðila á prófstað sem ber að tryggja að réttur próftaki sé á ferð (nem­andi þarf að fram­vísa per­sónu­skil­ríkjum) og að ein­ungis leyfileg gögn séu notuð.

Verður nemandi að undirgangast námsmat?

Eðlilegt er að nem­endur und­ir­gangist sem flesta matsþætti viðkom­andi áfanga, helst alla. Þegar nem­andi getur af ein­hverjum ástæðum ekki und­ir­gengist almennan matsþátt (nær ekki að skila verk­efni eða getur ekki mætt í próf) hefur hann almennt ekki mögu­leika á að end­ur­taka matsþáttinn (skila verk­efninu síðar eða fá prófið lagt sér­stak­lega fyrir sig). Nem­andi fær því ekkert fyrir viðkom­andi matsþátt sem lækkar heild­ar­ein­kunn áfangans. Undan­tekn­ingar geta verið frá þessu, svo sem ef um lyk­ilmatsþátt er að ræða (sem nem­endur geta ekki sleppt), nem­andi hefur vottuð veik­indi eða til­tekið er í námsáætlun að heimilt sé að skila síðar og/​eða fá að taka próf á ný að skilyrðum upp­fylltum.

Hvað er lykilnámsmat?

Í mörgum áföngum eru lyk­ilmatsþættir, einn eða fleiri, og eru þeir merktir sér­stak­lega (ætíð til­greint í námsáætlun og sést yfir­leitt líka í heiti verk­efnis eða prófs á kennsluvef). Í lykil­matsþætti er verið að leggja mat á lyk­il­atriði áfanga, þ.e. þau atriði sem áfanga­lýsing gerir skýrar kröfur um að nem­andi hafi þekk­ingu á, leikni til að fram­kvæma eða hæfni til að bera á viðkom­andi tíma­punkti í náminu. Nem­endum ber því skylda til að mæta í próf sem eru lykil­matsþættir og/​eða skila lyk­ilmats­verk­efnum. Í lyk­ilmatsþáttum verður nem­andi einnig að sýna fram á ákveðna lág­marks­kunn­áttu til að standast matsþáttinn og þar með áfangann. Ef nem­andi nær ekki lág­markinu eða mætir ekki í próf af viðurkenndum ástæðum þá gefst honum eitt annað tæki­færi til að vinna matsþáttinn. Nýti nem­andinn ekki það tæki­færi, eða nær ekki lág­marks­ár­angri, þá hefur hann ekki staðist áfangann og verður að sitja hann aftur.

Hvað eru viðurkenndar ástæður til að fá að endurtaka matsþátt?

Veik­indi eða slys geta hindrað eða truflað vinnslu matsþáttar. Þegar nem­andi á rétt á öðru tæki­færi til að vinna matsþátt sem hann missti af vegna veik­inda/​slyss (gildir um alla matsþætti), þá ber nem­anda að til­kynna um veik­indi sín sam­dægurs til skrif­stofu skólans (eða yfir­setu­manns ef veik­indi koma upp í prófi) og um leið sækja um end­ur­töku matsþátt­arins. Skila ber lækn­is­vottorði dag­settu sam­dægurs innan þriggja daga til skrif­stofu skólans. Sé reglum þessum ekki fylgt á nem­andi ekki rétt á end­ur­töku á matsþætti. Önnur for­föll sem hindra vinnslu matsþátta gefa ekki rétt til end­ur­töku, en ræða má slíkt við kennara fyr­ir­fram sem vegur og metur sér­hvert tilvik.

Hvaða reglur gilda í skriflegum prófum (á prófstað)?

Nem­endur verða að mæta tím­an­lega á prófstað, lokað er 10 mín­útum eftir að próf hefst. Próf­taka er óheimilt að hafa á borði neitt annað en þau gögn sem leyfileg eru sam­kvæmt upp­lýs­ingum á forsíðu prófs. Heyrn­artól eru óheimil (nema annað sé tekið fram), símar og önnur tæki skulu vera stillt á hljóðlaust, og ganga skal frá per­sónu­legum munum á gólfi þannig að próftaki geti yfir­gefið prófstað án mik­illar trufl­unar fyrir aðra. Nem­endur skulu í upp­hafi prófs ganga úr skugga um að próf­gögn þeirra séu rétt. Ekki er heimilt að yfir­gefa prófsal fyrr en eftir að hálf­tími er liðinn af próf­tíma og halda skal sal­ern­isferðum í algjöru lág­marki á meðan á próf­töku stendur (en skilja þá alla per­sónu­lega muni eftir í prófsal, þar á meðal síma og önnur tæki, ef próftaki þarf að fara á sal­ernið í prófi). Nem­endum er óheimilt að ávarpa hvern annan í prófi og er ekki ætlast til að próf­takar láti kalla til kennara (þó hann geti mögu­lega komið við í prófsal einu sinni eða svo). Í lok prófs skulu próf­takar skila próf­verk­efni og öllum blöðum vel merktum til yfir­setuaðila og yfir­gefa prófsalinn taf­ar­laust og með sem minnstri truflun fyrir aðra. Próftaki gæti þurft að fram­vísa skil­ríkjum í upp­hafi eða í lok prófs.

 

Sjá nánar í kafl­anum námsframvinda

 

 

 

 

Uppfært 01.10.2021

Áfangastjórn