fbpx
en
Menu
en

Fréttir

16. mars 2021

Valvikan 15. til 19. mars 2021

Valvika

Nem­endur sem óska eftir skóla­vist á haustönn 2021 verða að mæta í viðtalstíma umsjónarkennara í fjarfundarkerfinu Teams og yfirfara með honum valið í  valvikunni 15. til 19. mars. Nem­endur geta breytt vali sínu í Innu og eru hvattir til að yfir­fara val sitt áður en þeir mæta í umsjónartímann í Teams. Viðtals­tími umsjón­ar­kennara er í stunda­töflu nem­enda.

Mik­il­vægt er að nem­endur í dagnámi velji rétta áfanga miðað við nám­skipulag sinna brauta. Bæði nem­endur og umsjón­ar­kenn­arar staðfesta valið í Innu, sjá leiðbeiningar.

 

Að yfirfara val þýðir:

  • að áfangavalið standist undanfarareglur
  • að nemandinn sé að velja þá áfanga sem þarf til að námsframvinda hans verði hnökralaus
  • að fjöldi valinna eininga í aðalvali sé réttur:
    • allt að 26 kennslustundir eða 33 einingar á önn
  • undantekningar má gera á útskriftarönn og þar sem skipulag brautar krefst þess
  • ekki færri en 15 einingar
  • að einn til þrír áfangar séu í varavali.

Athugið að valvikan og staðfestingargjaldið á ekki við um nemendur sem eru á brautum í flugvirkjun, vefþróun, meistaraskóla, stafrænni hönnun, hljóðtækni, kvikmyndatækni eða í almennu dreifnámi.

 

Brautarskipti

Nem­endur sem óska eftir braut­ar­skiptum skrá umsókn í Innu og þarf það að gerast í síðasta lagi í lok dags þann 19. mars. Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig sótt er um.

 

Staðfestingargjald

Staðfest­ing­ar­gjald dregst fá upphæð skóla­gjalda en áríðandi er að nem­endur sem óska eftir áfram­hald­andi skóla­vist á næst­kom­andi önn staðfesti umsóknina með því að greiða álagt staðfest­ing­ar­gjald kr. 5.000. Gjalddagi staðfestingargjalds er 17. mars og eindagi 7. apríl. Staðfest­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt. Ef staðfest­ing­ar­gjald er ekki greitt þá þurfa nemar að sækja aftur form­lega um á vef Menntamálastofnunar.

Hægt er að greiða kröfuna í næsta banka og dugar þá að gefa þar upp kenni­tölu greiðanda og að krafan sé í Lands­bank­anum banka 111. Ef nem­andi er undir 18 ára aldri er krafan stofnuð á þann sem skráður er aðstand­andi númer eitt í Innu.

 

Gagnlegir tenglar

Upplýsingar um valviku
Námsskipulag brauta
Leiðbeiningar vegna vals
Myndræn útskýring á áfangaheitum