fbpx
Menu

Innsýn í námið

Kennsla í iðnmeist­ara­námi (Meist­ara­skól­anum) fer fram í dreif­námi, þ.e. fjar­námi þar sem geta verið staðlotur.

Staðlotur eru þá kenndar í húsnæði Tækni­skólans í Hafnarfirði.

Námið er skil­greint sem viðbót­arnám við fram­halds­skóla á fjórða hæfniþrepi laga nr. 92 frá 2008.

Námið er verkefnastýrt.

Hver nem­andi lýkur ákveðnum fjölda verk­efna, bæði ein­stak­lings­verk­efnum og sam­vinnu­verk­efnum. Nem­andi tengir eigin reynslu við verk­efni og vinnur út frá eigin fyr­ir­tæki/​​verk­efni, raun­veru­legu eða til­búnu. Skapa þarf sterka teng­ingu milli fræðilegs hluta námsins og verk­lega.

Almennar upp­lýs­ingar

Inntökuskilyrði

Inn­töku­skilyrði í iðnmeist­aranám er full­gilt sveins­próf.

Athugið að umsækj­endur skulu hafa almenna þekk­ingu í Word og Excel og æski­legt er að umsækj­endur í bygg­inga­greinum geti nýtt sér teikni­for­ritið AutoCAD.

Upplýsingar um innritun

Sjá skipulag námsins

Að loknu námi

Markmið námsins er að veita þeim sem lokið hafa sveins­prófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnu­brögð, örygg­is­reglur og iðnfræði. Eftir nám getur meistari ráðið til sín sveina í grein­inni og rekið eigið fyr­ir­tæki.

Iðnmeist­arar vinna sem verk­takar eða framleiðendur og gegna ólíkum störfum og hlut­verkum. Þeir vinna við mis­mun­andi aðstæður allt eftir eðli starf­sem­innar, stærð fyr­ir­tækis og stöðu innan fyr­ir­tækis.

 

Skipulag náms

Stefnt er að því að hafa eina staðlotu í byrjun annar þar sem fram fer kynning á áföngum A-hluta og hægt verður að fá aðstoð frá tölvuþjón­ustu við að nálgast lyk­ilorð tskola net­fangs og upp­setn­ingar á Teams.

Nánari tíma­setning á þessari lotu kemur þegar nær dregur en má gera ráð fyrir að verði laug­ar­dagur seinnipart ágúst mánaðar.

 

Námsmat er með fjöl­breyttum hætti og verða loka­próf í húsi í ein­hverjum áföngum og eru þau jafn­framt lyk­ilmatsþættir.

Þeir sem ekki komast í próf á staðnum verða þá að koma sér í sam­band við fræðslumiðstöð/​fram­hald­skóla á sínu heimasvæði til að taka prófin á.

námskrá var sett fyrir iðnmeist­ara­námið sem hefur verið í gildi frá og með hausti 2016.

Náminu er skipt upp í tvo hluta, A og B.

Báðir hlutar námsins stuðla að því að nem­andinn hanni fyr­ir­tæki á eigin fagsviði og skjalfesti í gæðahandbók sam­kvæmt leiðsögn ISO 9001.

Í A hluta eru grunn­áfangar í rekstri, stjórnun, stofnun og stefnu­mótun fyr­ir­tækis, mannauðsmálum, kennslu og leiðsögn, verk­efna­stjórnun til lausnar vanda­mála og umbót­a­starfs ásamt almennum vinnu­vernd­ar­málum og almennri lögfræði.

Í B hluta er tilboðsgerð, vöruþróun, öryggis- og umhverf­ismál ásamt eft­ir­liti í formi gæðastýr­ingar sem allt er kennt í Tækni­skól­anum.

Í B-hluta er einnig fagtengt efni sem er mis mikið eftir iðngreinum allt frá 0-30 fein. og er nem­endum bent á að kynna sér það vel.

Hér er svo listi með leiðbein­andi skipt­ingu námsins á annir og þar má einnig sjá hvort og þá hversu margar fagein­ingar þarf eftir greinum.

  1. Hafi nemandi verið byrjaður í meistaraskóla á eldri námskrá eru almennt metin þau fög sem eru sambærileg þeim sem eru í núgildandi námskrá (ekki er þó sjálfgefið að allt sé metið þá sérstaklega ef námið er mjög gamalt en viðmiðið er 10 ár). Greitt er fyrir mat á fyrra námi samkvæmt gjaldskrá Tækniskólans.
  2. Sé nemandi með meistarabréf fyrir í annarri iðngrein gildir það sama og í lið 1,  að almennt er metið er það sem er sambærilegt þeirri námskrá sem er í gildi hverju sinni en taka þarf það sem útaf stendur.
  3. Hafi nemandi tekið háskólanám sem tengist því námi sem fram fer í meistaraskólanum getur viðkomandi skilað inn námsferli og áfangalýsingum til skoðunar og greitt fyrir mat á fyrra námi og er þá hvert tilfelli metið fyrir sig. En þar gildir sama viðmið varðandi aldur náms eða 10 ár.

Umsagnir

Shape
Shape

Ég mæli með þessu námi fyrir alla

"Frá­bært og mjög fag­legt nám sem hefur nýst mér rosa­lega vel", segir Magnús múr­ara­meistari sem annar ekki eft­ir­spurn eftir vinnu.

FAQ

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég um námið?

Þegar opið er fyrir inn­ritun (frá miðjum mars til kennslu í ágúst og miðjum október til kennslu í janúar) er sótt um námið í gegnum Inn­rit­un­arvef innu. Sækja um hnappur hér á síðunni fer á rétta síðu þegar umsókn­ar­tími er.

Hvað kostar námið?

Sjá upp­lýs­ingar um skóla­gjöld í gjaldskrá Tækni­skólans.

Hvað er ráðlagt að taka marga áfanga á önn?

Margir fara eftir þessu  skjali með leiðbein­andi skipt­ingu á annir annars verða nem­endur að meta hvað hentar þeim að taka mikið á hverri önn.

Hvað er nám til iðnmeistara langt?

Meðalnámstími er þrjár til fjórar annir. 

Náminu er skipt upp í tvo hluta, A og B. Báðir hlutar námsins stuðla að því að nem­andinn hanni fyr­ir­tæki á eigin fagsviði og skjalfesti í gæðahandbók sam­kvæmt leiðsögn ISO 9001.

Hvernig fæ ég meistarabréfið?

Eftir útskrift úr Meist­ara­skól­anum þarf að sækja um meist­ara­bréfið hjá sýslu­manni. Umsókn um meistarabréf.

Sækja þarf um löggildingu hönnuða og iðnmeistara hjá Mann­virkja­stofnun.

Er námið lánshæft?

Menntasjóður náms­manna veitir allar upp­lýs­ingar um láns­hæfi náms á menntasjodur.is

Er hægt að taka þetta í fjarnámi?

Iðnmeist­ara­námið er kennt sem nám með vinnu þ.e. fjarnám með kennslu­stundum á Teams og geta verið ein­hverjar lotur á staðnum.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.
Var efnið á síðunni hjálplegt?
Frábært það eru góðar fréttir!