Kennsla í iðnmeistaranámi (Meistaraskólanum) fer fram í dreifnámi, þ.e. fjarnámi þar sem geta verið staðlotur.
Staðlotur eru þá kenndar í húsnæði Tækniskólans í Hafnarfirði.
Námið er skilgreint sem viðbótarnám við framhaldsskóla á fjórða hæfniþrepi laga nr. 92 frá 2008.
Námið er verkefnastýrt.
Hver nemandi lýkur ákveðnum fjölda verkefna, bæði einstaklingsverkefnum og samvinnuverkefnum. Nemandi tengir eigin reynslu við verkefni og vinnur út frá eigin fyrirtæki/verkefni, raunverulegu eða tilbúnu. Skapa þarf sterka tengingu milli fræðilegs hluta námsins og verklega.
Inntökuskilyrði í iðnmeistaranám er fullgilt sveinspróf.
Athugið að umsækjendur skulu hafa almenna þekkingu í Word og Excel og æskilegt er að umsækjendur í byggingagreinum geti nýtt sér teikniforritið AutoCAD.
Markmið námsins er að veita þeim sem lokið hafa sveinsprófi fræðslu og þjálfun til að stjórna verkum, kenna nýliðum fagleg vinnubrögð, öryggisreglur og iðnfræði. Eftir nám getur meistari ráðið til sín sveina í greininni og rekið eigið fyrirtæki.
Iðnmeistarar vinna sem verktakar eða framleiðendur og gegna ólíkum störfum og hlutverkum. Þeir vinna við mismunandi aðstæður allt eftir eðli starfseminnar, stærð fyrirtækis og stöðu innan fyrirtækis.
Stefnt er að því að hafa eina staðlotu í byrjun annar þar sem fram fer kynning á áföngum A-hluta og hægt verður að fá aðstoð frá tölvuþjónustu við að nálgast lykilorð tskola netfangs og uppsetningar á Teams.
Nánari tímasetning á þessari lotu kemur þegar nær dregur en má gera ráð fyrir að verði laugardagur seinnipart ágúst mánaðar.
Námsmat er með fjölbreyttum hætti og verða lokapróf í húsi í einhverjum áföngum og eru þau jafnframt lykilmatsþættir.
Þeir sem ekki komast í próf á staðnum verða þá að koma sér í samband við fræðslumiðstöð/framhaldskóla á sínu heimasvæði til að taka prófin á.
Ný námskrá var sett fyrir iðnmeistaranámið sem hefur verið í gildi frá og með hausti 2016.
Náminu er skipt upp í tvo hluta, A og B.
Báðir hlutar námsins stuðla að því að nemandinn hanni fyrirtæki á eigin fagsviði og skjalfesti í gæðahandbók samkvæmt leiðsögn ISO 9001.
Í A hluta eru grunnáfangar í rekstri, stjórnun, stofnun og stefnumótun fyrirtækis, mannauðsmálum, kennslu og leiðsögn, verkefnastjórnun til lausnar vandamála og umbótastarfs ásamt almennum vinnuverndarmálum og almennri lögfræði.
Í B hluta er tilboðsgerð, vöruþróun, öryggis- og umhverfismál ásamt eftirliti í formi gæðastýringar sem allt er kennt í Tækniskólanum.
Í B-hluta er einnig fagtengt efni sem er mis mikið eftir iðngreinum allt frá 0-30 fein. og er nemendum bent á að kynna sér það vel.
Hér er svo listi með leiðbeinandi skiptingu námsins á annir og þar má einnig sjá hvort og þá hversu margar fageiningar þarf eftir greinum.
Þegar opið er fyrir innritun (frá miðjum mars til kennslu í ágúst og miðjum október til kennslu í janúar) er sótt um námið í gegnum Innritunarvef innu. Sækja um hnappur hér á síðunni fer á rétta síðu þegar umsóknartími er.
Sjá upplýsingar um skólagjöld í gjaldskrá Tækniskólans.
Margir fara eftir þessu skjali með leiðbeinandi skiptingu á annir annars verða nemendur að meta hvað hentar þeim að taka mikið á hverri önn.
Meðalnámstími er þrjár til fjórar annir.
Náminu er skipt upp í tvo hluta, A og B. Báðir hlutar námsins stuðla að því að nemandinn hanni fyrirtæki á eigin fagsviði og skjalfesti í gæðahandbók samkvæmt leiðsögn ISO 9001.
Eftir útskrift úr Meistaraskólanum þarf að sækja um meistarabréfið hjá sýslumanni. Umsókn um meistarabréf.
Sækja þarf um löggildingu hönnuða og iðnmeistara hjá Mannvirkjastofnun.
Menntasjóður námsmanna veitir allar upplýsingar um lánshæfi náms á menntasjodur.is
Iðnmeistaranámið er kennt sem nám með vinnu þ.e. fjarnám með kennslustundum á Teams og geta verið einhverjar lotur á staðnum.
Notifications