fbpx
Menu

Rafvirkjun – Rafeindavirkjun

Nám í rafiðngreinum skiptist upp í grunnnám rafiðna og fag­greinar. Grunn­námið tekur 4 annir og á síðustu önn­inni velja nem­endur hvort þeir vilji taka raf­virkjun í fram­haldi eða raf­einda­virkjun. Raf­virkjun er tvær annir í skóla og þurfa nem­endur jafn­framt að taka vinnustaðanám á ferilbók í allt að 48 vikur. Að lok­inni útskrift og eftir að vinnustaðanámi er lokið öðlast nem­endur rétt á að þreyta sveins­próf í grein­inni.

Í rafeindavirkjun eru ann­irnar þrjár og vinnustaðanámið styttra á móti. Eins og staðan er núna taka nem­endur í kjöl­farið eða samhliða 30 vikur í starfsþjálfun. Fer­ilbók í raf­einda­virkjun er ekki virk enn sem komið er. Í lok 3. annar í raf­einda­virkjun (7.annar sé grunn­námið talið með) taka nem­endur sveins­próf. Sveins­bréfið er síðan afhent þegar nem­endur hafa lokið 30 vikna vinnustaðanámi.

Rafveituvirkjun er lög­gilt iðngrein. Nám í raf­veitu­virkjun miðast við að umsækj­andi hafi þegar lokið sveins­prófi í raf­virkjun. Námið er 2 annir í dreif­námi, sam­tals 19 ein­ingar. Nem­endur þurfa síðan að taka 30 vikur í starfsþjálfun eða fer­ilbók og öðlast þá rétt til að þreyta sveins­próf.

Rafvélavirkjun er lög­gilt iðngrein og er eins og raf­veitu­virkjun hattur ofan á sveins­próf í raf­virkjun. Þetta fag eins og raf­veitu­virkjun er kennd í dreif­námi og er sam­tals 26 ein­ingar. Nem­endur þurfa síðan að ljúka 30 vikna vinnustaðanámi til að öðlast rétt til að þreyta sveins­próf.

Nem­endur sem lokið hafa stúd­ents­prófi geta sótt um að taka grunnnám rafiðna á þremur vikum í stað fjög­urra. Þá eru engir áfangar í almennu bók­námi með heldur bara fagnám og styttir þetta náms­tímann um eina önn.

Nem­endur sem taka fag­greinar eins og raf­virkjun og raf­einda­virkjun geta bætt við sig áföngum í bók­námi til að klára stúdent samhliða iðnnámi. Það er 200 ein­inga braut STF17 sem bætist þá við en vakin er athygli á því að ef nem­endur hyggja á háskólanám í kjöl­farið að kanna inn­rit­un­ar­kröfur í því námi sem stefnt er að því til dæmis tæknifræði í háskólum áskilur mun meiri stærðrfæði en almenn stúd­ents­próf gefa.

 

Störf og tækifæri innan rafiðnaðar

Störf rafiðnaðarmanna eru marg­vísleg. Allt frá því að leggja háspennu­línur og í sam­setn­ingu á örmerkjum fyrir dýr. Störf í rafiðngreinum henta bæði körlum og konum og hefur konum fjölgað í rafiðngreinum und­an­farin ár. Rafiðngreinar skiptast í nokkrar greinar og er raf­virkjun fjöl­menn­asta greinin en þar á eftir kemur raf­einda­virkjun og síðan raf­veitu­virkjun og raf­véla­virkjun. Sjá má skemmtileg myndbönd um störf í rafiðngreinum á vefnum straumlína.is.

Rafiðn

Rafvirkjar vinna mjög fjöl­breytt störf í rafiðngeir­anum. Þeir leggja raf­magn í nýbygg­ingar, setja upp raf­magn­stöflur, dósir, tengla og rofa og lýs­ingu ásamt net­kerfum. Þar sem tölvu­stýrð kerfi eru for­rita þeir jafn­framt kerfin. Raf­virkjar vinna mikið í iðnaði við raf­vélar og stýr­ingar, bæði við upp­setn­ingar og viðhald.

Rafeindavirkjar eru mikið í tölvu­geir­anum en einnig er mikið í að gera við tæki eins og hljóm­tæki, flat­skjái, öryggis­kerfi, lækn­inga­tæki, sím­kerfi, fjar­skipta­tæki hvers­konar og radar­búnað. Jafn­framt læra raf­einda­virkjar mikið um örtölvur, for­ritun þeirra og teng­ingu við vél­búnað hvers­konar.

Rafveituvirkjar eru í mest í háspennu­tækni. Þeir setja upp tengi­virki, leggja háspennu­línur og setja upp spennistöðvar. Raf­veitu­virkjar eru fag­menn­irnir sem fara á staðinn þegar raflínur slitna eða möstur bila til að gera við, oft við erfiðar aðstæður. Mörg raf­verk­taka­fyr­ir­tæki hafa raf­veitu­virkja í vinnu.

Rafvélavirkjun snýst um að þjón­usta raf­mótora og rafala. Upp­setning og viðgerðir á raf­vélum hvers­konar. Raf­vélar eru mjög víða notaðar og nú fer að aukast þörfin fyrir þessa þekk­ingu þegar raf­bílum fjölgar mikið. Raf­véla­virkjar vinna mest á verkstæðum.

 

Fræðsla um störf rafiðnaðarmanna

Hægt er að sjá for­vitnileg mynd­bönd um störf rafiðnaðarmanna á straumlina.is. Hægt er að fylgjast með fyr­ir­tækjum sem taka nema á Starfastræti Tækniskólans.

 

Félög

Rafiðnaðarmenn eru flestir félagar í Rafiðnaðarsambandi Íslands, RSI. Fag­fé­lögin eru Félag raf­virkja, FÍR og Félag raf­einda­virkja, FRV. Rafiðnaðarsam­bandið og Samtök rafverktaka hafa öfl­ugan menntasjóð sem rekur RAFMENNT, fræðslumiðstöð rafiðnaðarins.

 

Hljóðtækni

Raf­tækni­skólinn býður upp á nám í hljóðtækni í sam­starfi við Stúdíó Sýr­land. Hljóðtækni­námið er þrjár annir og útskrifast nem­endur sem hljóðtækni­menn. Um er að ræða ­tækninám og eru hljóðmenn gjarnan félagar í Félagi tæknifólks í rafiðnaði sem heyrir undir Rafiðnaðarsam­band Íslands.