Menu

Farsæld barna og samþætt þjónusta

Skólalífið skoðað

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna (nr. 86/​2021) tóku gildi 1. janúar 2022. Um þessar mundir er Tækni­skólinn að taka sín fyrstu skref í innleiðingu Far­sæld­ar­lag­anna, eins og þau eru kölluð í dag­legu tali. Lögin ná til allra barna og ung­menna á Íslandi frá 0 – 18 ára aldurs. Meg­in­markmið lag­anna er að tryggja börnum og for­eldrum, aðgang að samþættri þjón­ustu við hæfi án hindrana.

Til að óska eftir samþættri þjón­ustu þurfa forráðamenn og/​eða nem­endur að hafa sam­band við tengiliði Tækni­skólans sem má finna neðar á þessari síðu.

Background text

Samþætt þjón­usta í þágu far­sældar barna

Samþætt þjónusta og þjónustuveitendur

Með samþættri þjón­ustu er átt við að fjöl­skyldur geti fengið aðstoð við að halda utan um þjón­ustu við börn og að hún sé skipulögð og sam­felld með það að markmiði að stuðla að far­sæld barns. Þeir þjón­ustu­veit­endur sem best eru til þess fallnir að mæta þörfum barns eiga að vinna saman að lausn mála.

 

Þjón­ustu­veit­endur eru t.d. leik­skólar, grunn­skólar, frí­stunda­heimili, félagsmiðstöðvar, fram­halds­skólar, heilsu­gæsla, sérhæfð heil­brigðisþjón­usta, lög­regla, félagsþjón­usta og barna­vernd.

Stigskipt þjónusta

Þjón­usta í þágu far­sældar barna er veitt á þremur þjón­ustu­stigum. Fyrsta stigs þjónusta er grunnþjón­usta sem er aðgengileg öllum börnum og for­eldrum. Snemm­tækur stuðningur er veittur í sam­ræmi við frummat á þörfum barns og honum fylgt eftir á mark­vissan hátt. Dæmi um fyrsta stigs þjón­ustu er stoðþjón­usta Tækni­skólans sem nær meðal annars yfir aðstoð í námi, náms- og starfsráðgjöf og sálfræðiaðstoð.

 

Á öðru stigi er ein­stak­lings­bundinn og mark­vissari stuðningur veittur í sam­ræmi við fag­legt mat og/​eða frum­grein­ingu á þörfum barns. Á þriðja stigi er stuðning­urinn sérhæfðari og veittur í sam­ræmi við sér­hæft og ítar­legt mat og/​eða grein­ingu á þörfum barns. Ef ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjón­ustu á öðru og/​eða þriðja stigi til lengri tíma skal sveit­ar­félag þar sem barn á lög­heimili til­nefna málstjóra þjón­ustu í þágu far­sældar barnsins. Á vefsíðu Barna- og fjöl­skyldu­stofu má finna frekari upplýsingar um þjónustu á öðru og þriðja stigi.

Tengiliðir

Öll börn undir 18 ára aldri og fjöl­skyldur þeirra hafa aðgang að tengilið þjón­ustu í þágu far­sældar barns eftir því sem þörf krefur. Ef þörfum barns er ekki mætt með full­nægj­andi hætti og barn þarf á frekari þjón­ustu að halda er fyrsta skrefið að hafa samband við tengilið.

 

Hlutverk tengiliðar er t.d. að veita fjöl­skyldum upp­lýs­ingar um þjón­ustu, að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns og að skipu­leggja og fylgja eftir samþætt­ingu fyrsta stigs þjón­ustu. Tengiliðir geta t.d. verið hjúkr­un­arfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar á heilsu­gæslustöðvum eða skóla­hjúkr­un­arfræðingar, skóla­fé­lagsráðgjafar, námsráðgjafar, umsjóna­kenn­arar eða aðrir sérfræðingar innan skóla. Tengiliður þjón­ustu í þágu far­sældar barna er starf­andi á öllum skóla­stigum þar sem börn undir 18 ára eru við nám.

Tengiliðir þjónustu í Tækniskólanum

Anna Ósk Ómarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Benendikt Bragi Sigurðsson, sálfræðingur

Erna Ýr Styrkársdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Halla María Halldórsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Inga Jóna Þórsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Lilja Ósk Magnúsdóttir, verk­efna­stjóri for­varna- og félags­mála

Rósa Hrönn Árnadóttir, braut­ar­stjóri starfs­brauta

Þórdís Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Ferill samþættrar þjónustu

Tengiliður metur hvort að þörf sé á samþættri þjón­ustu en til þess þarf hann að fá upp­lýs­ingar um aðstæður barns. For­eldrar og/​eða barn þarf að fylla út beiðni um miðlun upplýsinga til tengiliðar. Það heim­ilar þjón­ustu­veit­endum að taka saman upp­lýs­ingar um aðstæður barns og miðla þeim til tengiliðar. Tengiliður getur jafn­framt fengið upp­lýs­ingar beint frá for­eldrum og/​eða barni.

 

Með vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga er m.a. átt við söfnun, skrán­ingu, varðveislu, miðlun og sam­keyrslu upp­lýs­inga um aðstæður barns. Í hverju ein­stöku til­viki þarf að leggja mat á til­gang og nauðsyn á miðlun upp­lýs­inga á grund­velli samþætt­ingar þjón­ustu í þágu far­sældar barna. Vinna með per­sónu­upp­lýs­ingar fer því ekki umfram það sem nauðsyn­legt má telja. Ef tengiliður telur þörf á að þjón­usta sé samþætt, geta for­eldrar og/​eða barn, með aðstoð tengiliðar lagt fram beiðni um samþættingu þjónustu.

Spurn­ingar

Spurningum verður svarað eins fljótt og auðið er

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.