Tækniskólinn á Midgard
Midgard 2023
Nemendur og kennarar úr stafrænni hönnun í Tækniskólanum taka þátt í Midgard 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 9. og 10. september.
Fulltrúar námsbrautarinnar verða með ýmislegt spennandi í boði á hátíðinni og geta gestir m.a. fengið að prófa tölvuleiki ásamt því að fræðast um námið.
Á Midgard hátíðinni kemur saman fjöldi áhugafólks um tölvuleiki, kvikmyndir, vísindaskáldskap, ofurhetjur, búninga, spil og fleira. Á dagskránni eru m.a. pallborðsumræður, fyrirlestrar, kynningar og námskeið. Erlendir gestir eru einnig stór hluti af hátíðinni og þangað mæta sérfræðingar og þekktir einstaklingar til að hitta fólk, halda fyrirlestra og veita áritanir.
Við hvetjum öll sem hafa áhuga að mæta á viðburðinn næstkomandi helgi.