fbpx
Menu

Fréttir

04. september 2023

Tækni­skólinn á Midgard

Midgard 2023

Nem­endur og kenn­arar úr stafrænni hönnun í Tækni­skól­anum taka þátt í Midgard 2023 sem haldin verður í Laug­ar­dals­höll dagana 9. og 10. sept­ember.

Full­trúar náms­braut­ar­innar verða með ýmis­legt spenn­andi í boði á hátíðinni og geta gestir m.a. fengið að prófa tölvu­leiki ásamt því að fræðast um námið.

Á Midgard hátíðinni kemur saman fjöldi áhuga­fólks um tölvu­leiki, kvik­myndir, vís­inda­skáld­skap, ofur­hetjur, bún­inga, spil og fleira. Á dag­skránni eru m.a. pall­borðsum­ræður, fyr­ir­lestrar, kynn­ing­ar og nám­skeið. Er­lend­ir gest­ir eru einnig stór hluti af hátíðinni og þangað mæta sér­fræðingar og þekktir ein­stak­lingar til að hitta fólk, halda fyr­ir­lestra og veita árit­an­ir.

Við hvetjum öll sem hafa áhuga að mæta á viðburðinn næst­kom­andi helgi.