en
Menu
en

Sækja office pakka

09. maí 2019

Sækja office pakka

Síðast uppfært: 23. Október 2024

Yfirlit:

  1. Vefsíða Office 365
  2. Innskráning
  3. Nálgast Office
  4. Uppsetning Office

1. Vefsíða Office 365

Farið inn á vefsíðu Tækniskólans og scrollið aðeins niður. Lítil runa mun birtast neðst og eigið að smella á „Vefpóstur“ þar.

Einnig getið þið farið beint með þessum hlekk: Vefpóstur


2. Innskráning

Skráið ykkur inn með netfangi sem skólinn gefur ykkur. Fyrir starfsmenn er það [email protected]. Fyrir upplýsingar um nemendanetföng, smellið hér

Smellið svo á next og setjið næst inn lykilorðið ykkar. Það er sama lykilorð og þið notið á tölvur skólans. Ef þið munið ekki lykilorðið getið þið séð leiðbeiningar til að endursetja það hér


3. Nálgast Office

Smellið á punktana uppi í vinstra horni síðunnar.

Smellið á „Microsoft 365“.

Næst smellið á „Install and more“ og þar undir smellið „Install Microsoft 365 apps“.

Að lokum smellið á „Install Office“ til að sækja Office pakkann.


4. Uppsetning Office

Finnið skránna í vafranum ykkar eða í Downloads möppunni á tölvunni ykkar. Opnið skránna til að hefja uppsetningu á Office. Veljið „Yes“ þegar Windows biður um leyfi til að ræsa uppsetninguna. Office mun síðan klára uppsetninguna sjálft og mun ekki þurfa meira frá ykkur.

Þegar uppsetningin klárast getið þið smellt á „Close“ takkann í glugganum og byrjað að nota Office.