Autodesk – sækja og setja upp
Síðast uppfært: 22. Ágúst 2025
Þessar leiðbeiningar sýna þér hvernig á að sækja Autodesk nemanda leyfi, ásamt hvernig á að sækja Autodesk forrit, sýnt er dæmi með AutoCAD.
───
Yfirlit:
1. Stofna Autodesk aðgang
Byrjaðu á því að fara á Autodesk heimasíðuna og smella á „Sign in“.

Þegar innskráningarviðmótið birtist, ýttu á „Create account“, næst setur þú inn skólanetfangið þitt, hakar við boxið og ýtir á „Next“, að lokum setur þú inn nafnið þitt og lykilorð og ýtir síðan á „Create account.

2. Virkja nemendaleyfi
Til að virkja nemendaleyfið þitt þá ferðu á Autodesk nemendasíðuna, og velur eitt af forritunum af listanum.

Eftir að velja forrit, þá velur þú „Student“.

Næst velur þú „Student“ í „Educational Role“ og setur inn fæðingardag þinn, ýttu síðan á „Continue“.

Næst þá fyllir þú út heimilisfangið þitt, og síðan upplýsingar um skólann. Þegar lokið þá ýtir þú á „Continue“.

Þegar því er lokið ættirðu að sjá staðfestingu á að þú hafir fengið nemendaleyfið. Að lokum ýttu á „Submit“.

3. Sækja forrit
Núna getur þú sótt Autodesk forritin sem þú vilt fá, hér er dæmi með AutoCAD.
Byrjaðu að fara aftur á Autodesk nemandasíðuna, hér getur þú valið forritin sem þú vilt sækja með því að ýta á „Select“.

Næst ýtir þú á „Access products“.

Og síðan velur þú útgáfuna sem þú ert að leita af, og ýtir síðan á „Install“.

Þegar pakkinn er komin á tölvuna þá þarf að keyra hann. Þegar pakkinn er keyrður verður spurt um leyfi „Do you want to allow this app to make changes to your device?“, þú ýtir síðan á „Yes“.
Eftir smá tíma þá birtist þessi gluggi, þú ýtir á „Next“ og síðan „Install“, og að lokum „Start“ þegar forritið er tilbúið.

Þegar þú opnar forritið í fyrsta skiptið mun það biðja þig um að auðkenna forritið. Þá þarf að velja „Sign in with your Autodesk ID“, þú skalt nota sama aðgang og þú bjóst til í skrefi 1. Ef þú skráir þig ekki inn þá mun forritið sýna villu og svo lokast.
