fbpx
en
Menu
en

Inna

17. maí 2019

Inna

Inna – Upplýsinga- og kennslukerfi

Inna er upp­lýs­inga- og kennslu­kerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nem­endum, m.a. vitn­isburð, ein­kunnir, ástundun, mæt­ingu og náms­feril. Inna er einnig kennslu­kerfi skólans, og er þar m.a. hægt að nálgast námsáætlanir áfanga og náms­gagna­lista. Mik­il­vægt er að nem­endur gæti þess að net­föng þeirra og síma­númer séu rétt skráð í Innu.

Tengill inn á Innu er neðst á vefsíðu Tækni­skólans.

Athugið: Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.

 

Aðgangsorð

Nota þarf Íslykil eða rafræn skil­ríki til að skrá sig inn á Innu, sjá leiðbeiningar. Skráðir aðstand­endur nem­enda yngri en 18 ára hafa einnig aðgang að Innu og geta fylgst m.a. með náms­fram­vindu og viðveru nem­andans. Einnig geta aðstand­endur skráð veik­indi nem­andans, sjá leiðbeiningar.

 

Office 365 og Google – Tengja aðgang við Innu

Not­endur geta tengt Office 365 og Google aðganginn við Innu aðgang sinn. Þegar not­endur hafa tengt aðganginn sinn geta þeir notað inn­skrán­ingu með Google og Office 365 inn á Innu, sjá leiðbeiningar. Auk þess er hægt að hlaða skrám úr One drive sem viðhengi í kerfinu.

 

Nemandi sem er eldri en 18 ára getur veitt aðgang fyrir aðstandanda

Þegar nem­andi verður 18 ára lokast fyrir aðgang aðstand­enda að Innu en nem­andinn getur hins vegar opnað hann aftur og veitt aðstand­endum áfram­hald­andi aðgang að Innu. Hafi nem­andi opnað fyrir aðgang aðstand­enda í Innu, geta þeir áfram skráð veik­indi nem­andans í Innu. Ekki er þörf á að skila lækn­is­vottorði ef til­kynnt er um for­föll í gegnum Innu, sjá leiðbeiningar.

 

Myndbönd

Leiðbein­ingar á mynd­rænu formi  –  myndbönd sem sýna hvernig má tengjast Innu eru hér

Inna – Leiðbeiningar

Afgreiðsla lykilorða
Hvernig aðstandendum er veittur aðgangur að Innu
Skráning veikinda nemanda í Innu

Instructions for the school system Inna

Password administration
How to grant next of kin access to Inna
How to register sick leave for a student in Inna