fbpx
en
Menu
en

Kennarar – Teams notendastýring

29. október 2020

Kennarar – Teams notendastýring

Leiðbein­ingar sem sýna hvernig er hægt breyta not­enda rétt­indum i Teams spjalli svo að notendur séu með minni réttindi en eigandi rásarinnar eða fundarins.

Fyrri leiðin er að gera not­endur sem „Att­endee“ í Teams spjalli og seinni leiðin sýnir hvernig á gera það sjálfkrafa.

 

Gera notendur sem Attendee i spjalli

1. Fara i Team og stofna nýtt spjall

Byrjið á því að fara i Teams þar sem kennsla verður bráðum og stofnið fund.

Hvernig á að stofa nýtt metting

2. Stilla notanda sem Attendee

I “Show Particip­ants” sjáið þið alla sem eru á fundum. Ef þið smellið á þrjá punta á not­and­anum þá kemur upp val­mögu­leikinn „Make an att­endee“.

setja notenda sem attendee

Ef þið smellið á það þá kemur viðvörun sem segir að þessi notandi mun missa réttindi eins og að þagna og henda öðrum úr spjalli.

staðfesta að notandi er attendee

ATH: Microsoft Teams hefur ekki hingað til bætt við eiginleikann til að gera þetta við alla, það veður að gera þetta fyrir hvern notanda

 

Gera notendur sem Attendee með sjálfvirkri leið

1. Stofna skipulagðan fund

Byrjið á því að fara i Teams þar sem kennsla á að vera og þar þarf að velja “Schedule a meeting”.

hvernig á að stofna skipulagðan fund

Hérna þarf að minnsta kosti  fylla út nafn, dagsetningu og hversu oft verður þessi fundur haldin, svo má ýta á send.

stillingar fyrir skipulagðan fund

2. Fara í stillingar á skipulögðum fund

Þegar nýr fundur er stofnaður á hann á að birtast i spjalli. Þar er hægt að ýta á þrjá punktana til að opna still­ingar á fundi.

stillingar á skipulögðum fundi

Svo þarf að velja „Scheduling Assistant“.

velja scheduling assistant valmöguleikan

svo þarf að velja „Meeting options“ þá mun Microsoft Teams biðja þig að opna vefsíðu.

velja meeting options

3. Stilla þannig að allir nema þú verða Attendees

Hér þarf að passa að eftirfarandi stillingarnar þínar eru eins og myndin fyrir neðan.

skipulagður fundur stillingar

Núna allir sem munu koma inn á þennan fund verða „Attendee“