fbpx
en
Menu
en

Lykilorð

01. september 2021

Lykilorð

Það er hægt að fara inn á www.lykilord.tskoli.is. Þar er sett inn per­sónu­lega net­fangið þitt (t.d. gmail eða live email, það sem er skráð í Innu sem per­sónu­legur tölvu­póstur) og svo ýtt á senda hnappinn. Þá færðu sendan póst á per­sónu­lega tölvu­póstinn þinn með not­end­a­nafninu þínu og skóla­net­fangi og hlekki sem leyfir nemendum að breyta lykilorði.

ATH. Hlekkurinn virkar bara i 15 mínútur.

ATH. lyk­ilorð þarf að vera að lág­marki 8 stafa langt, einn hástaf, einn lág­staf, einn tölustafur og má ekki vera hluti af nafni eða kennitölu aðilans.

Ef þið finnið ekki póstinn, athugið fyrst rusl hólfið ykkar og ef það finnst ekki þar þá skulið þið hafa sam­band við Tölvu­deildina með því að senda póst á [email protected], hringja í síma 514 9050 eða kíkja við á skrif­stofu hjá okkur.

 

Leiðbeiningar í myndbandi

Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig breyta á persónuupplýsingum á Innu og endursetja lykilorð i skólakerfinu:

 

Skriflegar leiðbeiningar

Hér að neðan má sjá skriflegar leiðbeiningar um það hvernig á að breyta persónuupplýsingum á Innu og endursetja lykilorð i skólakerfinu:

1. Finna og breyta einkanetfangi

Farið inn á Innu og svo veljið stillingar og í stillingum finnið Breyta persónuupplýsingum“ kaflann og stækkið hann.

Hér er hægt að sjá einkanetfangið ykkar, ef þið þurfið þá er hægt að breyta því og ýta á vista takkann.

finna persónulegt netfang inna

2. Fá tímabundna hlekk sendan vegna einkanetfangs

Farið inn á www.lykilord.tskoli.is og þar setið þið inn einkanetfangið ykkar úr skrefi 1.

reset pass

Eftir stutta stund eigið þið að fá tölvupóst með hlekki sem leyfir ykkur að endursetja lykilorðið ykkar.

reset_password_email

ATH: Ef þið finnið ekki póstinn, athugið fyrst ruslhólfið ykkar og ef það finnst ekki þar þá skulið þið hafa sam­band við Tölvu­deildina með því að senda póst á [email protected], hringja í eitt af síma­núm­erum okkar sem má finna á upp­lýs­ingasíðu okkar eða kíkja við á skrift­stofu hjá okkur.

3. Endursetja lykilorð 

Opnið hlekkinn sem þið fenguð úr skrefi 2, hér er hægt að setja nýtt lykilorð athugið samt að lykilorð þarf að vera að lágmarki 8 stafa langt, einn hástaf, einn lág­staf, einn tölustafur og má ekki vera hluti af nafni eða kennitölu aðilans.

ATH: Þessi hlekkur virkar bara í 15 mínutur!